Lesbók05.06.01 — Númi Fannsker

Undanfarin ár hef ég setið á mér og haft mig allan við að leiðast ekki út í þá sálma sem hér eru til umræðu. En nú er svo komið að ekki verður lengur þagað hljóði þunnu um þá spillingu og það óréttlæti sem þegnar þessa lands hafa þurft að ganga í gegnum og horfast í augu við á undanförnum árum og gott ef ekki árhundruðum. Ekki vil ég blanda mér um of í viðkvæma umræðu sem þessa en ætla þó að leggja lóð mitt á vogarskálarnar þar sem mér er ekki stætt á öðru gagnvart fjölskyldu minni, vinum og í raun gervallri íslenskri þjóð. Þjóð sem svo mjög hefur misrétti verið beitt að henni hefur nánast blætt út. Þjóð sem liggur helsjúk af menningarlegum andþrengslum og sálrænum mislingum. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig þessi andlegi niðurgangur hefur leikið þjóðina en ég mun koma nánar að því síðar í greininni.
Allir sem eitthvurt vit hafa millum gagnaugna sér skilja hvursu brýnt má teljast að auðvaldið læsi ekki klóm sínum og dýrslegu hrömmum, í sál heillrar þjóðar. Sál sem eitt sinn var göfug og full af lífi, en liggur nú andvana í kjöltu móður sinnar, fjallkonunnar fríðu, sem af alúð og natni hefur brjóstfætt þessa vanþakklátu þjóð. Reyndar get ég vart notað lengur orðið þjóð um það hyski sem land vort byggir, svo mjög er fram af mér gengið. Ég vil, að lokum, vitna í vesturíslenska ljóðskáldið og heimspekinginn F.J. Kimberton Lawson þar sem hann segir í bók sinni Menning fróm:
Hvíslið ekki, mæður sálarinnar,
efinn getur ekki leyst ykkur úr þrældómi auðvaldsins.
Aðeins þjóð ykkar er þess megnug að slíta þá hlekki.

Góðar stundir.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182