Lesbók12.11.03 — Myglar

140 milljónir? Er það allt?

Eru 140 milljónir virkilega allt það sem ríkisstjórn Íslands getur séð af til sauðfjárbænda, eftir allt sem á undan er gengið? Er ríkisstjórnin búin að gleyma hverjir það eru sem hafa haldið lífinu í Íslendingum síðustu aldirnar?

Þessi smánarlega ölmusa er auðvitað hneisa og til skammar fyrir alla þjóðina. Og það er líka til skammar þegar menn tala um að sauðfjárbændur (sem og aðrir bændur) eigi að "framleiða fyrir markaðinn" og halda því fram að ef þeir geti ekki selt framleiðsluvörur sínar eigi þeir "bara að fara á hausinn".

Sauðfjárbændur eiga að framleiða kjötið, ekki markaðssetja það! Það er ríkisstjórnin sem á að sjá til þess að það sé markaður fyrir framleiðsluvörur íslenskra bænda, því það er þjóðinni allri til hagsbóta.

En ríkisstjórnin sinnir ekki þeirri skyldu sinni. Þvert á móti hleypir hún allskyns staðgönguvörum kindakjöts inn í landið með allt of lágum tollum og vörugjöldum og horfir aðgerðalaus á neysluvenjur þjóðarinnar breytast í átt að 100% skyndibita- og pizzuáti.

140 milljónir. Gjöriði svo vel. Og svo getiði bara flutt í bæinn og pantað ykkur Dómínós.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182