Lesbók06.11.03 — Númi Fannsker

Ekki var við öðru að búast en skotbjálfar myndu mótmæla banni við rjúpnaveiðum. Þeir þurfa nefnilega að fá útrás fyrir hermannakomplexinn sinn með því að spaðskjóta illfleygan hænsnfugl sitjandi á steini. Hvað eiga þeir nú að taka til bragðs? Lesa bók? Ganga á fjall? Fara með börnin sín í Húsdýragarðinn? (það væri reyndar til að æra óstöðugan að sjá allt það kjöt sem þar fer til spillis).

"Það eru engin jól án rjúpu", baula þeir svo hver upp í annan. Eiga þessir menn ekki fjölskyldur til að gleðjast með? Engan sem þeir geta gefið lítinn pakka? "Engin jól" - vesalings mennirnir, blessaðar karltuskurnar. Er nú ljóta kellingin í umhverfisráðuneytinu búin að eyðileggja fyrir þeim jólin? Sjálfur myndi ég sætta mig við gulrót og blóðmörskepp á aðfangadag, það myndi ekki breyta neinu um gleði og helgi jólanna.

Og hvað er með þennan Gunnar Birgisson? Nú hefur hann kvatt sér hljóðs á Alþingi 9 sinnum á yfirstandandi þingi, eingöngu til að tjá sig um tillögu sína um að rjúpnaveiðibannið verði tekið aftur. Önnur mál koma honum ekki við, ekki frekar en önnur mál en hnefaleikar komu honum við á síðasta þingi.
Hann og félagar hans nokkrir vilja ganga þvert á ítarlega rökstuddar og ígrundaðar tillögur sprenglærðra sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar. Þeir vita sumsé betur. Tilhvers í grængolandi fjáranum er yfirhöfuð verið að halda úti slíkum stofnunum ef ekki er tekið mark á ráðgjöf þeirra? Vilja Gunnar og vinir hans ef til vill leggja slíkar stofnanir niður?

Skellið ykkur bara í paintball og étið svo kjúkling um jólin - nóg er til af honum.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182