Lesbók01.10.03 — Dr. Herbert

Um síðustu helgi varð ég þeirrar óvæntu lífsreynslu aðnjótandi að lenda fyrir tilviljun á íslenskri leiksýningu í London. Ég var vissulega sauðdrukkinn, enda nýkominn af aðalfundi Íslendingafélagsins í London.

Ég hafði heyrt útundan mér að nútímaleikhúsið Young Vic væri að hefja sirkusuppfærslu á hinu þekkta leikriti William Shakespeare, Rómeu og Júlíu. Þar sem frekar kalt var í veðri og miðinn ódýr ákvað ég að slá til. Tilgangurinn var fyrst og fremst að ylja mér og sofna værum blundi yfir háfleygri fornensku.

Brá mér heldur en ekki í brún þegar sögumaður hóf upp raust sína og móðgaði alla leikhúsgesti margfalt á íslensku. Í kjölfarið fylgdi prýðisuppfærsla með tilheyrandi hoppi, skoppi og bjánalátum sem lífguðu hressilega upp á ofnotaðan söguþráðinn. Að vísu kunnu fæstir leikararnir ensku, en það skipti í sjálfu sér ekki sköpum, þar sem enginn Breti skilur þessa fornensku hvorteðer.

Gísli Garðarsson var hæfilega vandræðalegur í hlutverki Leonardo Di Caprio, meðan Ingvar E. Sigurðsson virtist ennþá vera að leika sovéskan flotaforingja. Að öðru leyti stóðu sig allir með prýði, einkum hinn margumtalaði Ólafur Darri Ólafsson, sem hlýtur að teljast fyndnasti núlifandi Íslendingurinn.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182