Lesbók08.09.03 — Númi Fannsker

Að Formúlu 1 undanskilinni er knattspyrna heimskulegasta íþrótt veraldar. Í henni kristallast lágkúra mannkynsins og sá ömurlegi siður mannfólksins að hylla hinn líkamlega sterka fremur en vitsmunalega.

Þrátt fyrir þetta verð ég að viðurkenna að ég horfið, af stakri föðurlandsást, á landsleik Íslands og Þýskalands á laugardag. Og skemmti mér konunglega! Þessir drengir eru þjóð sinni til sóma og þeir fóstbræður Ásgeir og Logi hafa unnið þrekvirki við að búa til nothæft knattspyrnulið eftir margra ára skemmdarverk Atla Miksonar. Í fyrsta skipti eigum við raunhæfan möguleika á að fá þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu, sem þrátt fyrir að vera einhver viðurstyggilegasta íþróttagrein veraldar vekur upp í mér þjóðerniskennd og stolt um þessar mundir.

Húrra fyrir landsliði Íslands í knattspyrnu: Húrra, húrra, húrra, húrra!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182