Lesbók27.08.03 — Enter

Ţá hef ég lokiđ lestri fimmta hluta sagnabálksins um galdrasnáđann Potter.

Hvílík endemis endaleysa. Sagan er allt, allt of löng. Sögufléttan, sem í fyrsta skipti er átakanlega óspennandi, hefđi hćglega rúmast á 135 blađsíđum, eins og allar góđar drengjabćkur - En nei, ţađ er ekki nógu fínt fyrir hina ritgröđu Rowling, hún ţarf ađ teikna upp og tyggja hvert einasta bévítans smáatriđi ofan í í lesendur - Nú ţarf hún nefnilega ađ hugsa fyrir heilli bíómynd viđ skriftirnar - og ósjálfbjarga leikurum, sem gćtu átt ţađ til ađ setja upp einkennilega svipi séu ţeir ekki kyrfilega skjalfestir á síđum bókarinnar. Máliđ er hins vegar ađ höfundur sem einskorđar sig viđ orđin 'frown' og 'smirk' viđ svipbrigđalýsingar ćtti ekki ađ hćtta sér aftur fyrir 200 blađsíđna múrinn.

Fléttan er sem áđur segir tóm tjara. Ţađ eina sem heldur manni viđ efniđ er ein ćgilega vond galdrakerling - og jú, sú vissa ađ einhver ađalpersónan geispi golunni áđur en yfir lýkur. Nú ćtla ég ekki ađ blađra ţví hver hrökk ţarna loksins upp af, sennilegast af einskćrum leiđindum, en ţegar ţađ loks gerđist sá ég ađ ég hafđi veriđ narrađur á einkar ósmekklegan hátt. Mér fannst sem fröken Rowling hefđi í raun ţröngvađ mér til samrćđis viđ ţessa hugsmíđ sína međ lúalegum vélabrögđum og auvirđilegu svindli. Svei ţví.

En nú er sum sé Potter orđinn árinu eldri og flinkari međ töfraprikiđ en nokkru sinni. Ţađ er gott og blessađ - en ég trúi bara ekki ađ kerlingaálftin hafi náđ ađ teygja ţessa stađreynd yfir tćpar áttahundruđ blađsíđur - og narrađ mig til ađ lesa ţetta rusl.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182