Lesbók25.08.03 — Enter

Fátt reynir fremur á þolrif mín og jafnaðargeð en að þurfa að stauta mig fram úr leiðbeiningum á bakhliðum ýmiss varnings sem ég kaupi í kjörbúðum þessa lands.

Af hverju í grængolandi dauðans helvíti eru þessar merkingar alltaf á einhverjum torkennilegum hrognamálum öðrum en íslensku? Á ræfilslegri kremtúpu má finna upplýsingar á fimm tungumálum - þó ekki ensku - og vitanlega ekki íslensku. En danska og sænska eru þar - og norska!

Ágætu innflytjendur, heildsalar og umboðsmenn - ef þið getið ekki aulast til að merkja þetta upp á íslensku sjálfir - hlífið okkur þá við útvötnuðum plebbamállýskum hinna norðurlandanna.

Ég vil andskotakornið geta keypt mér sjampó án þess að vera endalaust niðurlægður og svívirtur með skandinavískum slagorðaflaumi af þessu tagi.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182