Lesbók18.08.03 — Númi Fannsker

Nú standa yfir "hrefnuveiðar" þar sem þrír hrefnubátar hafa haldið á miðin. Í humátt fylgja svo hvalskoðunar- og skemmtisiglingabátar, stútfullir af blaðamönnum sem bíða þess í ofvæni að geta nú sýnt heimsbyggðinni myndir af miskunnarleysi íslenskra hrefnuveiði- og vísindamanna.

Einn galli er þó á þessum "veiðum" - ekkert er veitt. Veiðimönnum hefur nefnilega verið skipað að hleypa ekki af fyrir framan myndavélar. Þetta viðhorf er fullkomlega skiljanlegt þar sem erlendir fjölmiðlar hafa gert fátt annað en snúa útúr rökum Íslendinga fyrir hvalveiðum og myndir af dauðastríði hvala eru nú kannski ekki alveg besta framlagið til hlutlausrar umræðu.

Þess vegna skil ég ekki þá íslensku blaðamenn sem taka þátt í þessari kjánalegu eftirför - nú með "varðskip í rassgatinu" eins og fréttamaður Útvarps á Ísafirði komst svo myndrænt að orði. Íslenskir fjölmiðlar eiga að styðja við bakið á löndum sínum í þessu stríði - þessari baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. ´

Hvað varðar þá báta sem taka þátt í eltingarleiknum þætti mér fullréttlætanlegt að Landhelgisgæslan tæki nú í taumana, eins og henni einni er lagið, til að tryggja vinnufrið á miðunum.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182