Lesbók15.05.03 — Númi Fannsker

100 töflur í álþynnu. Framleiðandi: Nycomed Danmark

Á dögunum hóf ég að taka inn ofnæmislyfið Kestine, vegna hvimleiðs frjóofnæmis sem tók að gera vart við sig skömmu fyrir kjördag. Lyfið inniheldur hið bráðholla efni ebastín sem hindrar verkun hins skelfilega boðefnis histamíns.

Ég hafði satt að segja ekki gert mér miklar væntingar til lyfsins þegar ég tók það inn fyrst, enda langþreyttur á lítt verkandi lyfjum eins og Teldanex og Clarityn. Hinsvegar verð ég að segja að það kom mér skemmtilega á óvart hversu góð áhrif lyfið hafði á mig.

Innan við hálftíma eftir inntöku lyfsins fann ég hvernig nefslímhúðarbólgur minnkuðu, verulega dró úr þrota og hnerrar hættu með öllu. Augnkláði var í lágmarki og útbrot engin. Ég get því hiklaust mælt með Kestine fyrir ofnæmissjúklinga sem vilja prófa eitthvað nýtt.

Nú hef ég einnig hafið inntöku nefúðalyfsins Rhinocort Aqua, samhliða inntöku Kestine, umfjöllun um það verður að bíða betri tíma.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182