Lesbók08.01.02 — Fannar Númason Fannsker

Ég á ekki sjónvarpstćki og horfi ţví afar sjaldan á sjónvarp. Á dögunum var ég hinsvegar staddur í húsi kunningja míns, ţar sem opiđ var fyrir sjónvarpsstöđina Skjá einn, sem mun vera ný af nálinni og rekin fyrir gjafafé almennings. Átti ég brýnt erindi viđ ţennan kunningja minn, en gekk treglega ađ fanga athygli hans ţar sem hann sat sem dáleiddur og góndi á ţáttinn "Silfur Egils", sem tekur fyrir málefni líđandi stundar, einkum stjórnmál og ţjóđfélagsmál af mörgu tagi. Umsjónarmađur ţáttarins er hinn (ađ ég hefi taliđ hingađ til) skeleggi blađamađur og samfélagsrýnir Egill Helgason.
Ţáttur ţessi fer ţannig fram ađ ţáttarstjórnandi situr á, eđa öllu heldur í, stól, allhćgindalegum, raunar svo mjög ađ líkamsţungi stjórnandans hvílir ekki á ţjóm hans heldur herđablöđum. Beggja vegna Egils sitja svo gestir hans, allt ţekktar grenjuskjóđur og leiđindapésar eins og: Andrés Magnússon, Gunnar Smári Egilsson, Ţráinn Bertelsson og fleiri, jafnvel enn leiđinlegri menn. Ekki ber mikiđ á konum í ţćttinum, enda ţekkja ţćr lítiđ til stjórnmála, eins og reyndar allir gestir Egils, en ţćr hafa ţađ fram yfir fyrrnefndar grenjuskjóđur ađ hafa "vit" á ađ ţegja fremur en gjamma sífellt um sér ókunn málefni. Egill situr sumsé á/í stól sínum rauđur á hár og húđ, allţrútinn og glansandi, eins og nýbađađ ungabarn međ krem á viđkvćmum kinnum sínum, sveiflandi höndunum sem brjálađur hljómsveitarstjóri og rembist viđ ađ draga upp úr viđmćlendum sínum alţekktar klisjur eins og: Frelsi, kúgun, fasismi, harđstjórn, trúnađarbrestur o.s.frv. Margir gestanna auđvelda mjög drátt ţennan og reka upp org, gráta og vola um fyrrnefndar klisjur; vorkenna smćlingjum, gefa ríkisstjórnum Íslands og í raun alls heimsins góđ ráđ; gráta dulítiđ meira og keppast viđ ađ halda orđinu svo útrás ţeirra verđi sem mest, hreinsunin algjör. Ađrir blása á allt sem allir ađrir en ţeir sjálfir segja, taka ekki undir neitt sem ađrir gestir eđa stjórnandinn hafa til málanna ađ leggja, ómerkja allt sem landsins (og stundum heimsins) fćrustu sérfrćđingar leggja til, gráta dulítiđ yfir heimsku mannanna og glotta svo yfir hvađ ţeir eru "sniđugir" ađ geta nú vitađ allt, svona í beinni útsendingu. Hinumegin viđ skjáinn sit ég og velti fyrir mér afhverju svona leiđinlegt fólk vill afhjúpa sig svo algerlega í beinni útsendingu og einni endursýningu á jafn afgerandi hátt. Mér er svosem alveg sama, ekki ţarf ég ađ bjóđa ţví inn í stofu til mín, enda á ég ekki sjónvarp sem fyrr segir - sem betur fer.
Góđar stundir.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182