Lesbók05.04.03 — Númi Fannsker

Viđ Myglar brugđum okkur í kvennabćliđ Hlađvarpann í gćrkvöldi, ţar sem fćreyska söngkonan Eivör Pálsdóttir tróđ upp ásamt ţremur kunningjum sínum.

Viđ innganginn sátu tvćr stúlkur og gćttu skókassa, fullum af peningaseđlum og kröfđu ţćr okkur um 1.500 krónur, sem ég snarađi fram - enda ávallt međ reiđufé á mér. Myglar greiddi stúlkunum í tíu króna mynt, búinn ađ nurla fyrir miđa í ţrjá mánuđi. Viđ fengum okkur öl (650 kr. glasiđ) og sćti (0 kr.).

Húsiđ var fullt og ţví margt um manninn. Mátti međal annarra kenna ţar ţekkta rithöfunda, hljómlistarmenn og kvikmyndagerđarmenn.

Hófust ţá tónleikar.
Guđ minn góđur, hvílíkir tónleikar! Eivör Pálsdóttir stóđ eins og fćreyskur engill á sviđinu og heillađi hvern einasta gest međ stórkostlegum söng, hörpuslćtti og töfrandi framkomu. Viđ Myglar sátum sem ţrumulostnir - ţađ var ekki nokkur leiđ ađ hafa augu eđa eyru af ţessari dásemdaveru sem hafđi alla hljómleikagesti algerlega á sínu valdi.

Lögin voru ýmist frumsamin ellegar útfćrsla fćreyskra ţjóđlaga og rímna. Einnig söng Eivör fáein íslensk lög, og bar hćst túlkun hennar á 'Sofđu unga ástin mín', viđ alltof sjaldheyrt lag Björgvins Guđmundssonar. Ég átti í mesta basli viđ ađ berjast viđ tárin og get ímyndađ mér ađ sú sćla sem fyllti hjarta mitt og sál ţar sem ég sat og hlýddi á ţetta syngjandi guđslamb, hafi einna helst veriđ í ćtt viđ trúarlega alsćlu frelsađs manns.

Kunningjar Eivarar stóđu sig sćmilega, held ég - annars tók ég ósköp lítiđ eftir ţeim.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182