Lesbók26.02.03 — Númi Fannsker

Ljótur er sá ósiður ýmissa sjálfskipaðra samfélagsgæslumanna að hnýsast í launakjör náunga sinna. Á dögunum voru launakjör forstjóra alþjóðlegs banka- og fjármálafyrirtækis, Kaupþings, úthrópuð á fórnarstöllum fjölmiðlanna - eins og umræddur forstjóri væri siðlaus fjárglæframaður. Í kjölfarið tóku hinir og þessir apakettir að fárast yfir þeim greiðslum sem forstjórinn fékk á síðasta ári, eins og um var samið.

Hvurn andskotann kemur það okkur við hvað forstjóri Kaupþings er með í laun? Maðurinn semur við sína yfirboðara um tilteknar greiðslur fyrir tiltekin störf, eins og allir launþegar á hinum frjálsa atvinnumarkaði. Væri hér um ríkisbanka að ræða, lægi málið öðruvísi við, þar sem himinhá þjónustu- og vaxtagjöld plaga viðskiptavini þeirra og þyrfti því að réttlæta slíkar greiðslur á kostnað hins almenna neytanda og skattborgara. Þóknist viðskiptavinum Kaupþings ekki laun forstjórans eiga þeir að leita til annarra fyrirtækja. Þóknist stjórn Kaupþings ekki laun forstjórans á hún að reka hann og ráða aftur í starfið á öðrum forsendum.

Vissulega er forstjóri Kaupþings með há laun. Það eru allir sammála um - en hann borgar þó skatta af sínum launum,ólíkt fjölmörgum öðrum, skatta sem árlega duga til að reka meðalstórt bókasafn - kaffiterían innifalin!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182