Lesbók20.02.03 — Númi Fannsker

Kvenfélagiđ Hrókurinn stendur ţessa dagana fyrir stórfelldum innflutningi á villtum dýrum: Apaköttum, svínum, saklausum hundspottum og síđast en ekki síst miskunnarlausum rándýrum sem ekkert víla fyrir sér í ţeim tryllingslega ásetningi sínum ađ bergja á blóđi blásaklausra íslenskra fórnarlamba sinna. Já margt slćmt hefur kvenfélagiđ Hrókurinn kallađ yfir íslenskt samfélag, en ekkert sem jafnast á viđ ţađ umhverfisslys sem í vćndum er međ innflutningi á villtasta, miskunnarlausasta og grimmasta kvikindi sinnar tegundar í gjörvöllum heiminum. Hér á ég viđ slátrarann frá Moskvu, drullusokkinn og óbermiđ - Viktor Kortsnoj (einnig kallađur Victor Korchnoi).

Ţeir fáu sem lent hafa í flugbeittum klóm níđingsins úr austri og haldiđ heilsu til frambúđar, hafa ekki veriđ fáanlegir til ađ tjá sig um reynslu sína, nema ađ mjög takmörkuđu leyti. Ţekkt er ţó viđbjóđsleg árás vitfirringsins á ungan skóladreng, Jóhann Hjartarson, sem hrökklađist úr skákheimum lúbarinn á sál og líkama eftir hetjulega en vonlausa baráttu viđ úlfinn rauđa. Opinberlega "sigrađi" drengurinn í viđureign ţeirra en allir vita ađ hinn raunverulegi sigurvegari var bólsévíski strompurinn - Kortsnoj.

Ég legg ţví til ađ heilbrigđiseftirlit, umhverfisverndarsamtök, lögregla og innflutningsráđ taki höndum saman og sporni gegn innflutningi Hróksins, eđa sjái ađ minnsta kosti til ţess ađ villdýr á borđ viđ téđan Viktor verđi látin sitja í einangrunarstöđinni í Hrísey í viđeigandi tíma, eins og lög gera ráđ fyrir um slík kvikindi!

Góđar stundir.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182