Lesbók13.02.03 — Dr. Herbert

Þegar ég rambaði fyrir tilviljun inn á tónleika í þessum fornfrægu hallarkynnum í Hammersmith, London, vissi ég eiginlega ekki við hverju var að búast. Ég var nú fyrst og fremst kominn til að virða fyrir mér byggingarlist og anda að mér sögunni á sjálfum fæðingarstað Ziggy Stardust.

Þetta byrjaði nú alltsaman hálf klaufalega því inni í salnum var kolniðamyrkur og klárlega alltof mikið af fólki. Eftir að hafa fálmað um í myrkrinu um stundarsakir var eins og salurinn ókyrrðist líkt og eitthvað ógnvænlegt væri í vændum.

Stuttu síðar brutust út ólýsanleg fagnaðarlæti er hljómsveit gerði sig líklega til að koma upp á svið. Það sem á eftir fer mun ég lýsa eftir bestu getu, en verð að viðurkenna að atburðarrásin er mér nú nokkuð óljós. Þegar hér er komið við sögu er mér eiginlega öllum lokið, enda ljóst að ég myndi ekki getað sinnt erindi mínu sem skyldi í myrkri og háfaða þeim sem ég átti von á.

Þegar hljómsveitin byrjar loks að spila er eins ég hjúpist í einhverskonar sælusmjöri og svífi um á hamingjuskýi, laus við allar neikvæðar hugsanir og eymd. Það sem eftir var kvöldsins var ég sem dáleiddur í unaðshljómum þeim er fylltu salinn. Ég rankaði ekki við mér fyrr en að tónleikum loknum er fólkið í kringum mig öskraði og hoppaði í trylltum dansi í von um að fá að heyra aðeins meira. Ég tók samstundis undir eins og eiturlyfjaneitandi í afvötnun, en allt kom fyrir ekki.

Tónleikunum var lokið. Það má vera að þessi lýsing hljómi undarlega, en þetta er eins nálægt sannleikanum og ég kemst í mæltu máli.

Ég bara á ekki orð...nema ef til vill Sigurrós.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182