Lesbók06.02.03 — Myglar

Ég lét gabbast til að fara með Spesa og Enter á kvikmyndasýningu nú fyrr í vikunni. Ekki kærði ég mig sérlega mikið um slíkan þvæling út í bæ, enda nóg við að vera á skrifstofunni, en lét þó til leiðast enda "um nauðsynlega heimildaöflun að ræða" eins og Spesi orðaði það.

Um var að ræða kvikmyndahús í námunda við elliheimilið Grund, en þrátt fyrir það voru gestir þess mestmegnis unglingar, flestir vel undir þrítugu. Þegar inn í kvikmyndahúsið var komið blasti við stærðarinnar söluturn, auðsjáanlega til þess ætlaður að uppfylla þarfir unglinganna fyrir sætindi meðan á glápinu stæði. Þar var hinsvegar ekki hægt að fá neitt ætilegt fyrir fullorðið fólk, ekki einu sinni rúgbrauð til að narta í meðan glápt væri á myndina.

Ekki tók svo betra við þegar inn í sjálfan sýningarsalinn var komið. Þvílíkum ekkisens hávaða hef ég aldrei á minni lífsfæddri æfi kynnst. Hljóðið kom úr öllum áttum af þvílíku afli að það þrýsti manni niður í sætið. Ég varð á endanum að troða ermahnöppunum mínum í eyrun til þess eins að geta einbeitt mér að sjálfri kvikmyndinni.

Kvikmyndinni já.

Hún var svosem ágæt.

Þrjár stjörnur.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182