Lesbók02.02.03 — Enter
Nú er ásatrú tíska. Ég dustaði því ryk af nokkrum vísum sem ég samdi í árdaga. Einhverjar fleiri eru til í sama dúr, en þetta nægir í bili.

Ég sögu vil segja
af siðprúðum ásum
vönum og vættum af hverjum við lásum
í molnuðum skruddum og mygluðum eddum
mölétnum orðum skrásettum forðum

Fyrst fara Óðni
frásögur af
öðru en brunnum auga hann gaf
fór líkt og naðra um fjöll - til að daðra
flúði svo kotið er búsið var þrotið

Þór var þrekið
þróttmikið goð
Ásgarðs fræknasta stytta og stoð
á jötnum hann barði og bú þeirra marði
blóðheitur, prúður - og dálagleg brúður

Úr fjarska var Freyja
fýsileg gyðja
veittist hæglega hjörtun að bryðja
en Valhallar ljóskum gekk ekkert að óskum
engan hún kyssti því gumann hún missti

Loki var lúmskur
Laufeyjar son
vonsku og vélráða bjartasta von
hann barst upp á kant við Baldur, þann fant
bundinn nú liggur og fyrstu hjálp þiggur

Þau krakkakvikinder
komundan Loka
rétt værað að stoppupp og stinga í poka
Fenris og ormurinn - áttfætti garmurinn
og elskan hún Hel sem öllum vill vel

Bragi var bóhem
bruggaði ljóð
sum voru fyndin, en fæst þeirra góð
á hörpu gat leikið og hugði á meikið
en hélt ekki velli - hann vantaði smelli

Ótalinn enn er hinn
óheppni Týr
sem tapaði hönd uppí taugaveikt dýr
en með ágæta fætur og örorkubætur
varð einhentur nýbúi Valhallar íbúi

Allt þetter efalaust
alls ekki satt
sögurnar sagðar af manni með hatt
sem sást stundum lauga, með lepp fyrir auga
lygarann Snorra á góu og þorra

 
Spesi — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Spesi — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3, 4, 5, 6 ... 16, 17, 18