Lesbók01.10.02 — Enter
Þetta er svona lítil þjóðsögn úr framtíðinni

sagt er um Vatnsmýri, vestur í bæ
að vomi þar harðgerður ári
sem kvaddi þar lífið og kastaðá glæ
kvalinn af hjartasári

ég villist þar stundum ef vindátt er blíð
veltaf mér grámyglog fári
dúra í mýrinni dulitla hríð
og dreypi á viskjítári

sem ég nú sit þarna eygi ég mann
bak silfruðu skeggi og hári
ég þeytist á fætur - því þetter hann!
sá þekki, en illvígi fjári!

ég þykist nú viss um ég þrautlendi hér
og þessutan lífshlaupið klári
úr mistrinu skríður hann þétt upp að mér
svo mætast nær haka og nári

hríslast af vörum hans varúðarspá
varlað hann munnvatnið gári
"..það brann fyrir löngu með þjóðinni þrá
þá var ég kallaður Kári"

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182