1.
Ótrauð reru á Rínarfljót
reginfífl og geldingar
með háleit markmið, heldur ljót
og heimskulegar meldingar
Ekki einn úr þeirri för
átti þaðan afturkvæmt
þeir vondum dalli ýttúr vör
veðrið heldur dræmt
:.: og Þýskaland er slæmt :.:
2.
Hundvot hengu á þeim föt
hattar, peysur, föðurlönd
ælan óð um sérhver göt
og ofviðri við sjónarrönd
Blóðugt var þá bitist um
brauðmola og drykkjarföng
öskur undir þiljunum
því ókindin var svöng
:.: og nóttin alltof löng :.:
3.
Að lokum óttinn tók í taum
og tryllti þetta litla fley
unz endalok á aumum draum
eltu uppi þessi grey
að lokum át þar maður mann
- möðkuð þýðversk erkisvín
skyni firrt er skipið brann
og á skólpi blandna Rín
:.: þýska sólin skín :.: