Lesbók27.03.02 — Enter
Þetta orti ég meðan ég vann sem apótekari í Chile - en það var einmitt algert helvíti.

verið þið nú velkomin
til vítis - gangið inn
gaman að þið skylduð geta
glatt mitt lúna skinn

ekki vera vonsvikin
og ekki verða súr
hér er ekkert ofríki
og engin lokuð búr

nú, ykkur hefur efalaust
alloft verið sagt
að í aðalstöðvar andskotans
sé ekki mikið lagt

en raunin reynist annars lags
og rétt að koma að
að hér er ávallt afar hreint
og allt á sínum stað

hér syndir fólk í sýrópi
og svallar fram á nótt
þó um eittleytið sé æskilegt
að allt sé orðið hljótt

það er mötuneytá hægri hönd
herbergin hér innst
og lykillinn í afgreiðslunni
ef að hann þá finnst

fleira var það varla, jú
ég var að muna eitt
gaskyndingin gaf sig
svo það gæti orðið heitt

ég vona svo þið venjist fljótt
að vera ofurseld
við freistum þess að fjölmenna
á félagsvist í kveld

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182