Forystugrein – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Óvenjulétt ţetta áriđ. Gjöriđ ţiđ svo vel. Hér er listi Núma Fannsker yfir plötur ársins 2016.

Íslenskar
Varmaskarfur - Blekfokk
Nóri Pan - Ekki dansa
Leó - Óle!
Aspartam - Too Sweet
Árelíus Gígja - P.L.A.T.A.

Erlendar
Delerium Trash - Blend in/Blend out
Bonehomo - Go Go Go
Miriam Hitler - Test tube horse
Hotpant zimmer - Best of Hotpant Zimmer vol. II
Arsenic Blizz - Kill the plumber

Lesbók frá fyrri tíđ

Ţađ hefur löngum ţótt varhugavert ađ gefa hjarta sitt ađ illa ígrunduđu máli - hvađ ţá ađ gefa ţađ út - og fćra heilli ţjóđ á silfurfati, kryddađ.

Ţjóđ sem í skammdegisleiđanum tekur endalítiđ viđ hvers kyns gróugjálfri; skreyttu, viđsnúnu, úrdregnu, fegruđu. Sönnu sem lognu. Sé ţađ bara nógu krassandi. Sýni ţađ ekki nema örskotsstund fram á ađ tilveran sé - ţrátt fyrir allt - ömurlegri annars stađar.

Ég ćtla hér ekki ađ eyđa margţvćldu og gegnblautu púđri í ađ níđa niđur háhćlađan skófatnađinn af ţeim lífsbeygđu hugfellum sem um ţessi jól kjafta sig upp í rúm til ţjóđarinnar. Eitt vil ég ţó segja ţeim sem sitja nú í svartnćtti eigin hugskota og hyggja á svipuđ miđ á nćstu vertíđ:

Segiđ ţeim sem ţurfa ađ hlusta - ekki ţeim sem vilja hlera.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Myglar – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA