Sálmur – Enter

Ég svaf ekki mikiđ, var sveittur og ţvalur,
svolítill hnútur í kviđsýrum reri.
Ég bylti mér ótt og ég blés eins og hvalur.
Beit mig í koddann og sćnginni sneri.
Einkenni ţessi ţiđ ćttuđ ađ kenna
andsvítans pestin er býsna vel ţekkt:
— Á svartföstudegi er verđiđ svo viđráđanlegt.

Viđ alfyrsta klukknapíp flaug ég á fćtur
fréttablöđ morgunsins sílspikuđ gleypti.
Af allskonar tilbođum ilmurinn sćtur
ćrđi minn hug — sem ţau fyrirfram keypti.
Međ uppblásnu prentletri öskrađi til mín
hver einasta löngun mín, kaupfýsn og ţrá.
— Á blakkföstudögum er billega díla ađ fá.

Útsöluţyrstur og afsláttargrađur
ég ćddi til byggđa í kaupstjarfaleiđslu.
Auđkeyptur viljugur innkaupamađur
ćrđur af međvirkri vörutilbeiđslu.
Ég varđ bara ađ veita fíkninni farveg
í fjarska reis verslunarbiđstöđin glćst.
— Á fjárdegi stendur ţér frábćrust upplifun nćst.

Um kauphallardyrnar ég klöngrast ađ lokum
međ kortin á lofti í ilmsterkri ţvögu,
ónothćft glingur í útbelgdum pokum
— einmana trúđur í harmrćnni sögu.
Sturlunin veitir mér velsćldarfróun,
ég veit hún mun hverfa er kauprykiđ sest.
— Á ţeldökkum föstara ţarft ţú ađ eignast sem mest.

Hjartsláttur! Afsláttur! Allt á ađ seljast!
Allt er á fáheyrđum geđveiluprísum.
Taumlausar hjarđir viđ hlađborđin kveljast.
Hryllileg óhljóđ frá margstungnum grísum
sem misstu af tilbođi, magna upp ofsann.
Ţetta minnir á Ansvítans innkaupaferđ.
— Á surtsdegi finnur ţú hagstćtt og heiđarlegt verđ.

Dagur ađ kveldinu kemst, seint um síđir.
ţá kjaga ég burtu í algleymisvímu.
Međ bílfylli óţarfans engu ţú kvíđir
í ömurđarhversdagsins svartnćttisglímu.
Uns hverfur í skyndingu höfgin og sćlan.
ţá höndlar ţú sannleikans helbleiku nekt:
— Á svartföstu sýndist mér verđiđ svo viđráđanlegt.

Lesbók frá fyrri tíđ

Ţađ er nú meiri útvatnađa andskotans óvćran ţetta lýđrćđi. Göllum skrýdd og úr sér gengin.

Stór galli eru frambjóđendur. Flennistór.
Hvernig er hćgt ađ réttlćta ţađ ađ fela stjórn ríkisins gleiđmynntum, mismenntuđum framagosum sem eytt hafa bróđurparti lífsins viđ bakraufasleikjur og slefsmurt framapot í einangruđum heilaţvottastöđvum stjórnmálaflokkanna? Hverjum hvarflar til hugar ađ ţetta sjálfsnaflasokkna pakk hugsi um annađ en eigin hlaunahćgindi?

Stćrri galli eru kjósendur. Sýnu stćrri.
Hvurn grindhorađan grefilinn ćtli ţetta flatskćdda úthverfakítti međ sín flotuđu gólf viti hvađ sjálfum ţeim er fyrir bestu – hvađ ţá náunganum. Og hvađ í fáklćddum fimbuldrýslum ćtli innrćktađar og uppnefjađar miđbćjarrottur, fráteknar til langframa af eigin hippheitum og kúlelsi, hafi til mála ađ leggja um heill ţjóđar. Ekki neitt. Ekki yfirgefna baun á balabotni. Ekki fremur en sjálfdeyjandi landsbyggđarhryggđin, sem enn lifir í von um ađ fjallinu verđi sturtađ međ vćnum ríkisstyrk í bakgarđ Múhameđs áđur en síđasta mćrin í dalnum kemst úr barneign.

Stćrsti gallinn er ţó tíminn sem fer í ţetta ţvottekta ţrugl allt. Alstćrsti.
Eru engin takmörk fyrir ţví hvursu lengi hćgt er ađ fylgjast međ opinberum starfsmönnum međ mikilmennskubrjálćđi í óspennandi útsláttarkeppni? Og peningarnir sem í ţennan úrbeinađa ófögnuđ fara. Tannhvítun frambjóđenda ein og sér dygđi efalítiđ til reksturs huggulegs hátćknisjúkrahús, međalstórs.

Ţađ er nóg komiđ. Nú hćttum viđ ţessu kargúldna kosningastússi öllu, kalkúnskalt - og einkavćđum ţetta 300 kílóhrćđna ţorp okkar. Ráđum nokkra sleiphćrđa, građhygđa og ofmenntađa verđbréfganagla í brúnna. Seljum allt sem selja má, finnum olíu, lifum í vellystingum til enda veraldar og finnum okkur huggulegan kóng til ađ flagga á tyllidögum.

Ég er laus.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Myglar – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA