Sálmur – Enter

Ég svaf ekki mikiđ, var sveittur og ţvalur,
svolítill hnútur í kviđsýrum reri.
Ég bylti mér ótt og ég blés eins og hvalur.
Beit mig í koddann og sćnginni sneri.
Einkenni ţessi ţiđ ćttuđ ađ kenna
andsvítans pestin er býsna vel ţekkt:
— Á svartföstudegi er verđiđ svo viđráđanlegt.

Viđ alfyrsta klukknapíp flaug ég á fćtur
fréttablöđ morgunsins sílspikuđ gleypti.
Af allskonar tilbođum ilmurinn sćtur
ćrđi minn hug — sem ţau fyrirfram keypti.
Međ uppblásnu prentletri öskrađi til mín
hver einasta löngun mín, kaupfýsn og ţrá.
— Á blakkföstudögum er billega díla ađ fá.

Útsöluţyrstur og afsláttargrađur
ég ćddi til byggđa í kaupstjarfaleiđslu.
Auđkeyptur viljugur innkaupamađur
ćrđur af međvirkri vörutilbeiđslu.
Ég varđ bara ađ veita fíkninni farveg
í fjarska reis verslunarbiđstöđin glćst.
— Á fjárdegi stendur ţér frábćrust upplifun nćst.

Um kauphallardyrnar ég klöngrast ađ lokum
međ kortin á lofti í ilmsterkri ţvögu,
ónothćft glingur í útbelgdum pokum
— einmana trúđur í harmrćnni sögu.
Sturlunin veitir mér velsćldarfróun,
ég veit hún mun hverfa er kauprykiđ sest.
— Á ţeldökkum föstara ţarft ţú ađ eignast sem mest.

Hjartsláttur! Afsláttur! Allt á ađ seljast!
Allt er á fáheyrđum geđveiluprísum.
Taumlausar hjarđir viđ hlađborđin kveljast.
Hryllileg óhljóđ frá margstungnum grísum
sem misstu af tilbođi, magna upp ofsann.
Ţetta minnir á Ansvítans innkaupaferđ.
— Á surtsdegi finnur ţú hagstćtt og heiđarlegt verđ.

Dagur ađ kveldinu kemst, seint um síđir.
ţá kjaga ég burtu í algleymisvímu.
Međ bílfylli óţarfans engu ţú kvíđir
í ömurđarhversdagsins svartnćttisglímu.
Uns hverfur í skyndingu höfgin og sćlan.
ţá höndlar ţú sannleikans helbleiku nekt:
— Á svartföstu sýndist mér verđiđ svo viđráđanlegt.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Á leikskóla lćrđi ég ágćta lexíu, hún er auđlćrđ og almenn og hljóđar svo - "ţađ er ljótt ađ stela dóti af óvitum".

Ţađ gildir einu ţó óvitinn sé búinn ađ sanka ađ sér öllu dótinu úr sandkassanum, dóti sem hann međ brögđum og brellum hefur vélađ af okkur hinum - og sitji gírugur međ sandfyllt vit og leyfi engum ađ leika međ.

Mađur tekur ekki af honum dótiđ. Ţađ er bannađ.

Ţađ er alveg sama ţó ég safni öllum mínum fylgismönnum saman uppi viđ rólurnar og telji ţeim af eldmóđi trú um ađ óvitinn í sandkassanum hafi ekkert međ allt dótiđ ađ gera.

Og ţađ er alveg sama ţó viđ í góđum ásetningi fylkjum liđi ađ óvitanum, hrindum honum úr kassanum - og skiptum síđan góssinu bróđurlega milli okkar.

Ţví eitt lćrđi ég á leikskólanum - af biturri reynslu.

Ef mađur nefnilega tekur dót af óvitum, séstaklega ríkum óvitum - ţá standa ţeir einfaldlega á fćtur, ganga síđan í makindum í burtu, međ tárvot augu - og klaga.

Og ţađ er nefnilega ţannig, ţegar allt kemur til alls, ađ ţó viđ dverghertogarnir ráđum leikvellinum ţegar enginn sér til - ţá ráđa fóstrurnar meiru. Og ţćr fylgja reglunum.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA