Sálmur – Enter

Ég svaf ekki mikiđ, var sveittur og ţvalur,
svolítill hnútur í kviđsýrum reri.
Ég bylti mér ótt og ég blés eins og hvalur.
Beit mig í koddann og sćnginni sneri.
Einkenni ţessi ţiđ ćttuđ ađ kenna
andsvítans pestin er býsna vel ţekkt:
— Á svartföstudegi er verđiđ svo viđráđanlegt.

Viđ alfyrsta klukknapíp flaug ég á fćtur
fréttablöđ morgunsins sílspikuđ gleypti.
Af allskonar tilbođum ilmurinn sćtur
ćrđi minn hug — sem ţau fyrirfram keypti.
Međ uppblásnu prentletri öskrađi til mín
hver einasta löngun mín, kaupfýsn og ţrá.
— Á blakkföstudögum er billega díla ađ fá.

Útsöluţyrstur og afsláttargrađur
ég ćddi til byggđa í kaupstjarfaleiđslu.
Auđkeyptur viljugur innkaupamađur
ćrđur af međvirkri vörutilbeiđslu.
Ég varđ bara ađ veita fíkninni farveg
í fjarska reis verslunarbiđstöđin glćst.
— Á fjárdegi stendur ţér frábćrust upplifun nćst.

Um kauphallardyrnar ég klöngrast ađ lokum
međ kortin á lofti í ilmsterkri ţvögu,
ónothćft glingur í útbelgdum pokum
— einmana trúđur í harmrćnni sögu.
Sturlunin veitir mér velsćldarfróun,
ég veit hún mun hverfa er kauprykiđ sest.
— Á ţeldökkum föstara ţarft ţú ađ eignast sem mest.

Hjartsláttur! Afsláttur! Allt á ađ seljast!
Allt er á fáheyrđum geđveiluprísum.
Taumlausar hjarđir viđ hlađborđin kveljast.
Hryllileg óhljóđ frá margstungnum grísum
sem misstu af tilbođi, magna upp ofsann.
Ţetta minnir á Ansvítans innkaupaferđ.
— Á surtsdegi finnur ţú hagstćtt og heiđarlegt verđ.

Dagur ađ kveldinu kemst, seint um síđir.
ţá kjaga ég burtu í algleymisvímu.
Međ bílfylli óţarfans engu ţú kvíđir
í ömurđarhversdagsins svartnćttisglímu.
Uns hverfur í skyndingu höfgin og sćlan.
ţá höndlar ţú sannleikans helbleiku nekt:
— Á svartföstu sýndist mér verđiđ svo viđráđanlegt.

Lesbók frá fyrri tíđ

Ţađ eru nú meiri alltumlykjandi eilífđar ósköpin sem sumir eru heppnir í ţessu lífi.

Hugsiđ ykkur bara ađ fá spikfeitan og spriklandi lottóvinning greiddan út í hönd í hverjum mánuđi – allt áriđ um kring.

Ađ vera í svona lottóvinnu, vćri ţađ ekki ósköp ćđislega indćlt?

Sennilega. En ţví miđur er bara einn sigurvegari í mánađarlega launalotteríinu. Og ţađ er bankastjóri Arjónsbanka.

Og hvers vegna?

Jú. Ţađ er vegna ţess ađ hann á ţađ skiliđ.

Og hvers vegna á hann ţađ skiliđ?

Jú. Enginn getur passađ peninga betur en hann. Enginn getur gćtt ţess ađ ljótir kallar, sturluđ stjórnvöld eđa úrvinda almenningur geti tekiđ ţá af honum. Og enginn, ekki nokkur einasti lifandi mađur, getur látiđ peningana í Arjónsbanka vaxa jafn hratt og örugglega aftur, ţangađ til ţeir byrja ađ flćđa út um alla glugga og gáttir - eins og ţeir gerđu í gamla daga.

Já, öfundsjúku amlóđarnir ykkar. Bankastjóri Arjónsbanka er nefnilega ekki bara ógeđslega heppinn. Hann er líka snillingur.

Og snillingar eru sko ekki á hverju strái á ţessu landi. Ónei. Og ţeir eru heldur ekki ókeypis. Neibbs.

Ţess vegna ţarf bankastjóri Arjónsbanka sína mánađarlegu ríflegafjögurramilljónkróna gullbrydduđu gulrót til ađ nenna ţessu guđsvolađa bankastússi yfir höfuđ.

Annars fćri hann bara ađ gera eitthvađ allt annađ.

Og hver veit hvađa gráđugi happasnúđur fćri ţá ađ hirđa peningana okkar.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 89, 90, 91
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA