Forystugrein – Spesi
Spesi

Ţegar Númi Fannsker tók viđ sem formađur húsfélagsins í fjölbýlishúsinu ţar sem viđ félagarnir bjuggum í Breiđholti fyrir rúmlega hálfri öld, 30. apríl 1961, urđu tímamót í sögu hverfisins. Aldrei áđur höfđu íbúar hússins notiđ jafn góđs ađhalds í ţeim sameiginlegu verkefnum sem sneru ađ sameign húss og lóđar, svo sem ţrifum og viđhaldi. Númi sá til ţess ađ enginn gleymdi skyldum sínum í ţeim efnum, var duglegur ađ ganga á eftir ţeim sem virtust ćtla ađ gleyma sér og vílađi til dćmis ekki fyrir sér ađ banka upp á međ áminningar ef međ ţurfti, hvenćr sem var sólarhringins.

Og Númi lét sig ekki ađeins varđa sameiginlegu rýmin. Eitt sinn komst hann á snođir um ađ einn íbúanna hafđi um nokkurt skeiđ haldiđ kött í íbúđ sinni, en allt gćludýrahald var stranglega bannađ samkvćmt reglum húsfélagins. Númi brást skjótt viđ, fangađi kettlinginn og kom honum í hendur viđeigandi yfirvalda. Og ţađ sem meira var, lét sem vind um eyru ţjóta mótmćli og harmakvein barna kattareigandans sökótta. Augljóst er ađ ţetta atvik varđ til ţess ađ engin brot voru framin á húsfélagsreglunum á međan hann sat í embćtti.

Margt eftirminnilegt má nefna úr formannstíđ Núma, demantanámurnar sem hann fann í kjallara fjölbýlishússins og nýttust okkur til ýmissa framkvćmda, fallegu tónverkin hans (sem nokkrir óknyttapiltar frá Liverpool stálu og létu sem ţeir hefđu samiđ), regnbogann sem iđulega myndađist upp frá fjölbýlishúsinu okkar í hvert skipti sem hann brá sér á salerniđ og ýmislegt í ţeim dúr. En ég lćt hér stađar numiđ í upprifjun minni á ţessum upplitsdjarfa alţýđupilti, vini mínum til hálfrar aldar og félaga í ritstjórn Baggalúts. Megi hann lengi lifa; húrra, húrra, húrra, húrra!

Lesbók frá fyrri tíđ

Ţađ er ljóta bévítans undanrennan sem okkur Reykvíkingum er bođiđ upp á fyrir ţessar borgar­stjórnarkosningar.

Hvađ vakir fyrir flokkunum međ ţví ađ trana fram ţessum meinleysislegu, mállausu himpigimpum sem leiđa frambođslistana?

Ţarna höfum viđ, á leiksviđi leiđindanna, tvćr útjaskađar atkvćđahrífur úr verkfćra­skúr Valhallar (ađra raunar í láni), síđasta framsóknar­manninn, dr. dauđyfli og einhverja konu sem elskar strćtó.

Er ţetta mönnum bjóđandi?

Eina kosningabáráttan snýst um ađ reyna ađ drepa hina frambjóđendurna úr leiđindum - auk ţess ađ líma gleiđglottandi smetti málleysingjanna fimm og attaníossa ţeirra í sem flesta glugga borgarinnar.

Hverjum er ekki drullusama hvernig einhverjir tilvonandi borgarstarfsmenn eru tenntir? Eđa hvađ skórnir ţeirra sjattera vel viđ fimbulfokkings gleraugun? Hvernig vćri ađ fá ađ vita hverju ţessir útvötnuđu glansgosar ćtla ađ koma í verk nćstu fjögur árin? Ađ undanskildu ţví ađ jaska út stimpilklukku ráđhússins, sem virđist vera meginmarkmiđ allra flokka.

Mér er ekki skemmt.

Hvađ varđ um kjaftforu bakstingandi kratakvikindin? Skammsýnu ţéttbýlis­hatandi framsóknar­durgana? Nú eđa komma­skrattana, blessađar litlu ljótu rauđrófurnar? Mikiđ gćfi ég fyrir eina eldhressa hugsjónaprýdda alpahúfu makandi tómatmauki á aldrađa sjalla á kjördag.

Og vel á minnst. Mađur getur ekki einu sinni kosiđ Sjálfstćđislokkinn sinn blessađan međ góđri samvisku lengur - án ţess ađ eiga ţađ á hćttu ađ um upp um hvippi og hvappa spretti gjaldfrjálsir skeiningaskúrar fyrir ungabörn og gamalmenni. Hvađ í drafandi dauđanum varđ um gamla góđa eiginhagsmuna­fasismann? Hvar er hrokinn og yfirgangurinn sem ég lćrđi ungur ađ elska?

Allt er ţađ á bak og burt. Eftir situr fölblá miđjuráfandi atkvćđasuga međ sogiđ stillt af alefli á óhugsandi úthverfakíttiđ. Svei ţví alla daga.

---

Ţetta er búiđ. Málleysiđ hefur tekiđ yfir. Ţađ er ekkert gaman ađ ţessu lengur - allt eins hćgt ađ kasta bara upp á úrslitin. Nú eđa á kjörseđilinn.

Sem ég mun og gera.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Myglar – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA