Forystugrein – Spesi
Spesi

Ţegar Númi Fannsker tók viđ sem formađur húsfélagsins í fjölbýlishúsinu ţar sem viđ félagarnir bjuggum í Breiđholti fyrir rúmlega hálfri öld, 30. apríl 1961, urđu tímamót í sögu hverfisins. Aldrei áđur höfđu íbúar hússins notiđ jafn góđs ađhalds í ţeim sameiginlegu verkefnum sem sneru ađ sameign húss og lóđar, svo sem ţrifum og viđhaldi. Númi sá til ţess ađ enginn gleymdi skyldum sínum í ţeim efnum, var duglegur ađ ganga á eftir ţeim sem virtust ćtla ađ gleyma sér og vílađi til dćmis ekki fyrir sér ađ banka upp á međ áminningar ef međ ţurfti, hvenćr sem var sólarhringins.

Og Númi lét sig ekki ađeins varđa sameiginlegu rýmin. Eitt sinn komst hann á snođir um ađ einn íbúanna hafđi um nokkurt skeiđ haldiđ kött í íbúđ sinni, en allt gćludýrahald var stranglega bannađ samkvćmt reglum húsfélagins. Númi brást skjótt viđ, fangađi kettlinginn og kom honum í hendur viđeigandi yfirvalda. Og ţađ sem meira var, lét sem vind um eyru ţjóta mótmćli og harmakvein barna kattareigandans sökótta. Augljóst er ađ ţetta atvik varđ til ţess ađ engin brot voru framin á húsfélagsreglunum á međan hann sat í embćtti.

Margt eftirminnilegt má nefna úr formannstíđ Núma, demantanámurnar sem hann fann í kjallara fjölbýlishússins og nýttust okkur til ýmissa framkvćmda, fallegu tónverkin hans (sem nokkrir óknyttapiltar frá Liverpool stálu og létu sem ţeir hefđu samiđ), regnbogann sem iđulega myndađist upp frá fjölbýlishúsinu okkar í hvert skipti sem hann brá sér á salerniđ og ýmislegt í ţeim dúr. En ég lćt hér stađar numiđ í upprifjun minni á ţessum upplitsdjarfa alţýđupilti, vini mínum til hálfrar aldar og félaga í ritstjórn Baggalúts. Megi hann lengi lifa; húrra, húrra, húrra, húrra!

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Oft hafa manni blöskrađ ađgerđir og athafnir á vegum íslenska forsetaembćttisins. Sjaldan ţó jafn mikiđ og í gćr ţegar forseti lýđveldisins, Herra Ólafur R. Grímsson, sćmdi erlendan skákmann hinni íslensku fálkaorđu.

Hvađ hefur ţessi erlendi skákmađur eiginlega afrekađ "í ţágu íslensku ţjóđarinnar ", svo mađur vitni nú beint í forsetabréf um hina íslensku fálkaorđu (11. júlí, 1944)?

Og viđ erum ekki bara ađ tala um einhvern erlendan skákmann heldur danskan skákmann. Og raunar ekki bara einhvern danskan skákmann, heldur ţann danska skákmann sem hefur unniđ langflesta íslenska skákmenn af öllum dönskum skákmönnum - og niđurlćgt suma of okkar efnilegustu afreksmönnum á ţessu sviđi.

Hvađ gengur hćstvirtum Herra Ólafi, stórmeistara hinnar íslensku fálkaorđu, og orđunefnd hans eiginlega til?

Jafnvel ţó svo ađ í 1. grein áđurnefnds forsetabréfs segi "Orđunni má sćma innlenda menn eđa erlenda...", ţá er nú varla átt viđ Dani, enda óvíst hvort ţeir geti talist til manna yfirleitt. Er ekki veriđ ađ túlka lögin full frjálslega í ţessu tilviki?? Mađur hefđi nú haldiđ ađ síđasti Daninn hefđi fengiđ hina íslensku fálkaorđu ţegar forseti íslenska lýđveldisins tók viđ af Danakonungi sem stórmeistari orđunnar.

Herra Ólafur er greinilega ekki á sama máli.

Dr. Herbert H. Fritzherbert 11.11.03
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Myglar – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA