Forystugrein – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Plötuáriđ 2015 olli talsverđum vonbrigđum. Sérstaklega plata austur-pólsku rafmetalsveitarinnar Mozopom sem margir höfđu beđiđ eftir. Eins kom plata eskfirsku sveitarinnar Pottzfokk leiđinlega á óvart. En hér er listinn yfir ţćr bestu:

Íslenskar

1. Mýrkjartan Fillipp - Hnetusteik í eyrun
2. Subformolotex - Ospholitica
3. Súgandi - Sígandi
4. Sinfóníuhljómsveit Vestmannaeyja - 9. Sinfónía Beethovens
5. Holrými - Kjaftćđi
6. Negulnaglarnir - Life is bad
7. Örmjóund - Sérfjörildi
8. Kommon sens - Semmon kons
9. Já - Nei
10. Lalli Marteins - Ţá hló Bjarni

Erlendar

1. Elex Molotoff - Naked shoe
2. Biscuit Sunshine - Evergreen Echoes
3. Motherfuckers of Death - Merry Christmas
4. Nexmoblistica - Leztovartibus
5. Jerry Jolly - Kill the drone
6. Derek and the automobiles - Splendid evening
7. Fistfull - Make fleece not peace
8. Sven Blomsterberg - Utan vind
9. Monophonics - Stick it up your vest
10. ABBA - Best of ABBA XII

Lesbók frá fyrri tíđ

Nú standa yfir "hrefnuveiđar" ţar sem ţrír hrefnubátar hafa haldiđ á miđin. Í humátt fylgja svo hvalskođunar- og skemmtisiglingabátar, stútfullir af blađamönnum sem bíđa ţess í ofvćni ađ geta nú sýnt heimsbyggđinni myndir af miskunnarleysi íslenskra hrefnuveiđi- og vísindamanna.

Einn galli er ţó á ţessum "veiđum" - ekkert er veitt. Veiđimönnum hefur nefnilega veriđ skipađ ađ hleypa ekki af fyrir framan myndavélar. Ţetta viđhorf er fullkomlega skiljanlegt ţar sem erlendir fjölmiđlar hafa gert fátt annađ en snúa útúr rökum Íslendinga fyrir hvalveiđum og myndir af dauđastríđi hvala eru nú kannski ekki alveg besta framlagiđ til hlutlausrar umrćđu.

Ţess vegna skil ég ekki ţá íslensku blađamenn sem taka ţátt í ţessari kjánalegu eftirför - nú međ "varđskip í rassgatinu" eins og fréttamađur Útvarps á Ísafirđi komst svo myndrćnt ađ orđi. Íslenskir fjölmiđlar eiga ađ styđja viđ bakiđ á löndum sínum í ţessu stríđi - ţessari baráttu fyrir sjálfstćđi ţjóđarinnar. ´

Hvađ varđar ţá báta sem taka ţátt í eltingarleiknum ţćtti mér fullréttlćtanlegt ađ Landhelgisgćslan tćki nú í taumana, eins og henni einni er lagiđ, til ađ tryggja vinnufriđ á miđunum.

Númi Fannsker 18.08.03
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Spesi – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker – Forystugrein
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Saga
 
        1, 2, 3 ... 88, 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA