Forystugrein – Enter
Enter

Stađgengilbeina forsćtisráđherra hefur nú friđađ hleđsluhrygginn viđ Bćjarins Bestu, međ allóvćntu og ófyrirséđu skyndiáhlaupi úr ráđuneytinu.

Er ţađ vel.

Afar sjaldgćft er ađ finna svo heillega og vandađa veggi í marguppstungnu borgarlandi nútímans – hvađ ţá ferska og nýlega sem ţennan. Fundinum má líkja viđ ađ finna nývafinn smyrđling í egypskum smápíramíđa, eđa kjötmikla risaeđlu, sem enn mćtti skella á grilliđ.

Mikiđ lifandis, endemishapp hlýtur ađ teljast ađ ţessi hafnargarđur var ekki nýttur sem slíkur nema til örskamms tíma. Eftir ađ gagnsleysi hans og stađsetningarlegt óhagrćđi kom í ljós, var mokađ yfir hann í skyndingu — og hann ţannig varinn fyrir ágangi hafs, vinda og mígandi miđbćjarrottna.

Ber hann handverki og hugviti Íslendinga, um miđja síđustu öld ţví enn fagurt vitni. Hann er tiltölulega beinn og allt ađ ţví sléttur, á köflum.

Er ég sannfćrđur um ađ erlendir ferđamenn munu flykkjast hér ađ til ađ sjá ţetta undur. Vegginn sem íslenskri ţjóđ tókst ađ reisa í árdaga íslenskrar iđnbyltingar, skömmu fyrir seinna stríđ — án allra verkfćra og verkvits.

Aukinheldur verđur ţetta ţarfur og reisulegur minnisvarđi um eitt okkar allra fyrsta skipulagsslys, sem yfirvöld reyndu ađ grafa og gleyma — einkum til ađ plástra sitt sćrđa egó.

Ţannig gleymdist smám saman sjávarlausa höfnin í miđborginni. Höfnin, sem hefđi átt ađ vera okkur víti til varnađar — og hefđi ţannig mögulega getađ forđađ fleiri skipulögđum hryđjuverkum í borginni.

En nú hefur hún hlotiđ uppreisn og -gröft ćru. Ţví ber ađ fagna. Hlakka ég mikiđ til ađ klöngrast á sunnudögum niđur í nćrliggjandi bílakjallara til ađ skođa Reykjavíkurmúrinn.

Múrinn okkar.

Lesbók frá fyrri tíđ

Nćstkomandi laugardag, á fyrsta degi Skerplu, verđur dómsdagur.

Ţetta eru ákveđin vonbrigđi, vissulega, enda margir búnir ađ skipuleggja sumarfríiđ og ráđstafa sér annađ. Ţar á međal ég.

Fáein lykilatriđi í ţessu samhengi valda mér ţó dulitlu hugarangri (fyrir utan ţađ náttúrulega ađ vera pínu stressađur yfir óumflýjanlegri eyđingu alls mannkyns, sögu ţess og menningu - en um leiđ feginn).

Í fyrsta lagi, sú nagandi óvissa ađ vita ekki nákvćmlega hvers kyns dómsdagur ţetta verđur.

Munum viđ sogast inn í ókunnugt svarthol? Mun eldi, brennisteini og annarri óáran rigna yfir jarđkringluna? Munu geimgeislar steikja allt kvikt? Munu lönd sökkva í sć, fjöll molna og höf gufa upp? Eđa verđum viđ einfaldlega étin af einhverri ekkisens útgeimsskordýraplágu? Eđa verđur ţetta einhvers konar samsull af öllu ţessu?

Í öđru lagi, hverju er um ađ kenna? Stafar ţessi tiltekni dómsdagur af ofsareiđi guđs yfir syndum mannkyns? Er komiđ ađ hinni langţráđu vorhreingerningu Móđur náttúru? Er „ţessi tími“ árţúsundsins hjá örlaganornunum? Er blessuđ jörđin okkar bara búin ađ fá nóg af ţví ađ láta vađa yfir sig á skítugum skónum? Eđa er ţetta bara tilfallandi óheppni?

Og eitt enn. Hvers vegna voru bara einhverjir fávitar látnir vita af ţessu fyrirfram?

Ţetta vćri gott ađ vita.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Myglar – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA