Forystugrein – Enter
Enter

Stađgengilbeina forsćtisráđherra hefur nú friđađ hleđsluhrygginn viđ Bćjarins Bestu, međ allóvćntu og ófyrirséđu skyndiáhlaupi úr ráđuneytinu.

Er ţađ vel.

Afar sjaldgćft er ađ finna svo heillega og vandađa veggi í marguppstungnu borgarlandi nútímans – hvađ ţá ferska og nýlega sem ţennan. Fundinum má líkja viđ ađ finna nývafinn smyrđling í egypskum smápíramíđa, eđa kjötmikla risaeđlu, sem enn mćtti skella á grilliđ.

Mikiđ lifandis, endemishapp hlýtur ađ teljast ađ ţessi hafnargarđur var ekki nýttur sem slíkur nema til örskamms tíma. Eftir ađ gagnsleysi hans og stađsetningarlegt óhagrćđi kom í ljós, var mokađ yfir hann í skyndingu — og hann ţannig varinn fyrir ágangi hafs, vinda og mígandi miđbćjarrottna.

Ber hann handverki og hugviti Íslendinga, um miđja síđustu öld ţví enn fagurt vitni. Hann er tiltölulega beinn og allt ađ ţví sléttur, á köflum.

Er ég sannfćrđur um ađ erlendir ferđamenn munu flykkjast hér ađ til ađ sjá ţetta undur. Vegginn sem íslenskri ţjóđ tókst ađ reisa í árdaga íslenskrar iđnbyltingar, skömmu fyrir seinna stríđ — án allra verkfćra og verkvits.

Aukinheldur verđur ţetta ţarfur og reisulegur minnisvarđi um eitt okkar allra fyrsta skipulagsslys, sem yfirvöld reyndu ađ grafa og gleyma — einkum til ađ plástra sitt sćrđa egó.

Ţannig gleymdist smám saman sjávarlausa höfnin í miđborginni. Höfnin, sem hefđi átt ađ vera okkur víti til varnađar — og hefđi ţannig mögulega getađ forđađ fleiri skipulögđum hryđjuverkum í borginni.

En nú hefur hún hlotiđ uppreisn og -gröft ćru. Ţví ber ađ fagna. Hlakka ég mikiđ til ađ klöngrast á sunnudögum niđur í nćrliggjandi bílakjallara til ađ skođa Reykjavíkurmúrinn.

Múrinn okkar.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Ég ţoli ekki allar ţessar déskotans banka­aug­lýs­ing­ar sínkt og heilagt. Ţoli ţćr ekki.

Allar eru ţćr frámuna­lega langar - og allar innihalda ţćr endalaus, flórsykurhúđuđ myndskeiđ af misviđurstyggilega brosmildu fólki, sem ýmist er ađ skeina börnunum sínum eđa dást ađ uppstilltum og rađgreiddum eigum sínum - viđ gerilsneyddan undirleik einhverra frođupyppilda.

Ofan á allan hrođann bćtist svo lúshćgur og slepjulegur upplestur innihaldsfrírra og merkingarskertra gífur­yrđa úr samheitaorđabók Menningar­sjóđs.

Ullabjakk, gćti einhver sagt.

Svo er ţetta sýnt linnulaust - á öllum stöđvum, öllum stundum. Manni er hvergi undankomu auđiđ frá gargandi tóma­hljóđinu, stílfćrđri auđninni.

Óţolandi, gersamlega.

Ef ţessir bankabesefar ţurfa endilega ađ kasta peningum á glć mćttu ţeir gjarnan gera ţađ svo vammlausir viđskiptamenn ţeirra sjái ekki til.

---

Og svona fyrst mađur er ađ eyđa orđum á ţessa uppţembdu peningatanka. Hvađ er eiginlega međ ţennan Íslandsbanka­umskipting, Glitni? Er mönnum fyllilega sjálfrátt ţegar ţeir slá upp andlitsmynd af manni međ blćđandi ör og heftiplástur á enninu á heimasíđu stöndugrar fjármálastofnunar?

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Spesi – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker – Forystugrein
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 88, 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA