Lesbók20.10.14 — Enter

Ég hugsa að það væri einfaldara að hafa ákveðið viðmiðunarverð fyrir meiðyrði. Þá gæti maður einfaldlega hreytt viðunandi ónotum í fólk eftir smekk. Og greitt síðan fyrir á staðnum, með greiðslukorti eða reiðufé.

Væg hallmæli; kjáni, dólgur, brussa, kúkalabbi og álíka — 1.500 kr./stk.
Hnýfilyrði (einkum tengd gáfnafari); vitleysingur, blábjáni, vanviti, fáráðlingur, heimskingi og álíka — 4.300 kr./stk.
Hnjóðsyrði (tengd dýrum og afurðum þeirra); asnakjálki, apaheili, lemúrskita, mykjuhaugur, þorskhaus, nautseista, drulluskunkur og álíka — 5.250 kr.
Þyngra last (einkum kynferðislegt); gatnagosi, kanamella, karlhóra, strípalingur, tussusnúður, gjálífistuðra og álíka — 8.350 kr./stk.
Alvarlegra álas; landeyða, heitrofi, félógsmaður, óþverri, falsari og álíka — 10.850 kr./stk.
Níðþung skammaryrði; morðvargur, nauðgari, mannæta, brennuvargur, níðingur, púllari og álíka — 15.750 kr./stk.

Þannig að ef ég myndi kalla einhvern sauðheimskan óþverrastípaling og saka hann um mannát og saurlát á almannafæri, gæti ég einfaldlega greitt viðkomandi samkvæmt taxta. Mér liði töluvert betur á eftir. Og hann færi heim með óflekkað mannorð og dágóðan vasapening.

Díll?

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182