Forystugrein – Enter
Enter

Hananú!

Ţá á loks ađ fara ađ sýna stórslysamyndina um arkarsmiđinn knáa Nóa Lameksson. Ţessa sem var tekin hér á landi, ţví hér er alltaf ausandi rigning, hér má plata tökuliđ út á rúmsjó í snarvitlausu veđri og hér ţrífast passlega fáar dýrategundir.

En hvađ ćtli ţetta ţrekvirki sé svo kallađ?

NOAH.

Hugsiđ ykkur! Viđ sem umbárum titla á borđ viđ Logandi hrćddir, Tveir á toppnum, Aftur til framtíđar, Ógnaređli, Beint á ská og Bilun í beinni útsendingu. Eigum viđ nú ađ flykkjast á mynd um einhvern … Noah?

Fari ţađ tólfbölvađ í táfúla sokkaskúffu ţess í neđra ađ mađur láti bjóđa sér ţessa daunillu dellu.

Var ekki nćg niđurlćging ađ horfa upp á sjálfan Ása–Thor og vini hans í Asgard? Sem Marvel veldiđ er búiđ ađ gúmhúđa í höfundarverjur sínar — og ţjösna sleipiefnalitlu upp bifröstina á okkur.

Á nú ađ afţýđa Biflíusögurnar líka?

Og hvar endar ţetta eiginlega? Ćtlum viđ möglunarlaust ađ syngja um Gamla Noah sem keyrir beinskipta kassabíla, poppar (popp) og kyssir giftar konur?

Ég held nú síđur.

Ţađ var bara einn náungi sem hlustađi á veđurspána, fór á svig viđ öll heilbrigđis-, sóttvarnar- og dýraverndunarlög og stóđst ţađ ađ fá sér feita nautasteik eftir ađ hafa bjargađ mannkyninu frá glötun.

Og hann hét Nói.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Nú hefur skallapoppurunum Bob Geldof og Midge Ure dottiđ í hug ađ gefa út vinsćlasta jólalag seinni tíma á nýjan leik. Gott og vel. Sjaldan er góđ vísa of oft kveđin - ţannig.

Eđa hvađ? Hefur einhver heyrt ţessa nútímaútgáfu kvćđisins um örlćti ţeirra sem nóg eiga gagnvart minni máttar? Ég hef nefnilega gert ţađ. Úff!

Lagiđ kemst ekki međ sínar sykurmaríneruđu tćr ţar sem gamla lagiđ hafđi hćlana. Hvar er Paul Young međ sína kristalsmjúku, en brothćttu rödd? Hvar er kynvillingurinn međ drengjaröddina og augnskuggann, Boy George? Bono er ţarna reyndar en hljómar vita raddlaus - tilhvers í grćngolandi fjáranum er veriđ ađ ţessu? Af hverju eru Sugababes ađ ţenja sig ţarna? Og hvađ á ţađ ađ ţýđa ađ nauđga ţarna inn rappkafla sem í rauninni er ekki neitt neitt.

Gott málefni. Jú. Víst er ţađ. En helgar tilgangurinn alltaf međaliđ? Vćri hćgt ađ láta Karlakórinn Stefni ropa We are the World - og ćtlast til ţess ađ fólk hellti úr buddum sínum í söfnunarbauka til styrktar svöngum útlendingum? Ég held ekki. Lagiđ hefđi hinsvegar mátt gefa út á nýjan leik, ţađ er ekki ţađ - nákvćmlega eins, nema ögn hrađara kannski - eđa bara órafmagnađ. En ţetta jađrar viđ guđlast - ég segi ţađ satt.

Númi Fannsker 23.11.04
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA