Forystugrein – Enter
Enter

Hananú!

Ţá á loks ađ fara ađ sýna stórslysamyndina um arkarsmiđinn knáa Nóa Lameksson. Ţessa sem var tekin hér á landi, ţví hér er alltaf ausandi rigning, hér má plata tökuliđ út á rúmsjó í snarvitlausu veđri og hér ţrífast passlega fáar dýrategundir.

En hvađ ćtli ţetta ţrekvirki sé svo kallađ?

NOAH.

Hugsiđ ykkur! Viđ sem umbárum titla á borđ viđ Logandi hrćddir, Tveir á toppnum, Aftur til framtíđar, Ógnaređli, Beint á ská og Bilun í beinni útsendingu. Eigum viđ nú ađ flykkjast á mynd um einhvern … Noah?

Fari ţađ tólfbölvađ í táfúla sokkaskúffu ţess í neđra ađ mađur láti bjóđa sér ţessa daunillu dellu.

Var ekki nćg niđurlćging ađ horfa upp á sjálfan Ása–Thor og vini hans í Asgard? Sem Marvel veldiđ er búiđ ađ gúmhúđa í höfundarverjur sínar — og ţjösna sleipiefnalitlu upp bifröstina á okkur.

Á nú ađ afţýđa Biflíusögurnar líka?

Og hvar endar ţetta eiginlega? Ćtlum viđ möglunarlaust ađ syngja um Gamla Noah sem keyrir beinskipta kassabíla, poppar (popp) og kyssir giftar konur?

Ég held nú síđur.

Ţađ var bara einn náungi sem hlustađi á veđurspána, fór á svig viđ öll heilbrigđis-, sóttvarnar- og dýraverndunarlög og stóđst ţađ ađ fá sér feita nautasteik eftir ađ hafa bjargađ mannkyninu frá glötun.

Og hann hét Nói.

Lesbók frá fyrri tíđ

Enn er hann upp risinn, bóndadagurinn.

Nú ćttu, ef allt vćri međ felldu, allir sómakćrir íslenskir karlmenn ađ sitja lafmóđir á bćjarhlađi sínu, eftir ađ hafa hoppađ á einum fćti kringum bć sinn og útihús, íklćddir engu öđru en skyrtulafi og annarri buxnaskálminni. Ţví ţannig ber húsbćndum ţessa lands jú ađ fagna ţorra.

Ef allt vćri međ felldu. Já.

En ţar sem ég einfćtti mér tignarlega kringum húsalengjuna mína, sprengmóđur í morgun­gaddinum klukkan fimm í morgun fékk ég ekki séđ ađ margir kynbrćđur mínir sýndu ţessum rammíslenska siđ tilhlýđilega virđingu. Onei. Sennilega lágu ţeir enn makindalega í bólinu og biđu ţess skjálfandi af spenningi ađ makinn skakklappađist fram úr og fćrđi ţeim ristađ brauđ, kaffi - og jafnvel eitthvađ međđí.

Er virkilega svo komiđ ađ hćgt sé ađ múta íslenskum karlpeningi međ gúmelađi og uppáhellingi til ađ hunsa sjálfan verndardýrđling karlmennskunnar - Ţorra konung?

Hafa menn virkilega selt sig međalmennskunni fyrir fáeina svefndrukkna kossa - og alţjóđlegt tákn lágmenningar, niđurlćgingar og úrkynjunar karllegra gilda; blóm - á sjálfan bóndadaginn?

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA