Forystugrein – Enter
Enter

Hananú!

Ţá á loks ađ fara ađ sýna stórslysamyndina um arkarsmiđinn knáa Nóa Lameksson. Ţessa sem var tekin hér á landi, ţví hér er alltaf ausandi rigning, hér má plata tökuliđ út á rúmsjó í snarvitlausu veđri og hér ţrífast passlega fáar dýrategundir.

En hvađ ćtli ţetta ţrekvirki sé svo kallađ?

NOAH.

Hugsiđ ykkur! Viđ sem umbárum titla á borđ viđ Logandi hrćddir, Tveir á toppnum, Aftur til framtíđar, Ógnaređli, Beint á ská og Bilun í beinni útsendingu. Eigum viđ nú ađ flykkjast á mynd um einhvern … Noah?

Fari ţađ tólfbölvađ í táfúla sokkaskúffu ţess í neđra ađ mađur láti bjóđa sér ţessa daunillu dellu.

Var ekki nćg niđurlćging ađ horfa upp á sjálfan Ása–Thor og vini hans í Asgard? Sem Marvel veldiđ er búiđ ađ gúmhúđa í höfundarverjur sínar — og ţjösna sleipiefnalitlu upp bifröstina á okkur.

Á nú ađ afţýđa Biflíusögurnar líka?

Og hvar endar ţetta eiginlega? Ćtlum viđ möglunarlaust ađ syngja um Gamla Noah sem keyrir beinskipta kassabíla, poppar (popp) og kyssir giftar konur?

Ég held nú síđur.

Ţađ var bara einn náungi sem hlustađi á veđurspána, fór á svig viđ öll heilbrigđis-, sóttvarnar- og dýraverndunarlög og stóđst ţađ ađ fá sér feita nautasteik eftir ađ hafa bjargađ mannkyninu frá glötun.

Og hann hét Nói.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Ţá hafa flenniletrandi landeyđurnar á DV endanlega grafiđ til botns í gröf sinni. Loks hafa ţeir gert svo ríkulega upp á bak, og langt upp fyrir höfuđ ađ allur sápuţvottur heims nćr ekki ađ upprćta dauninn og skola af ţeim hrođann.

Vei ţeim.

Nú hellist heilög reiđi úr barmfylltum skálum yfir rauđröndótta sóđasnepillinn sem hingađ til hefur fengiđ ađ ţruma óáreittur yfir ţjóđinni ţar sem hún stendur í mesta sakleysi í bónusbiđröđum sínum kokfyllt skynörvandi styrjaldafyrirsögnum.

Nú rísa menn á fćtur allir sem einn og bölva bleđilinum frođufyllta ţar sem hvers kyns óáran, viđurstyggđ og öfugeđli hafa fengist úthrópuđ međ stríđsletri lćsilegu jafnt stautfćrum leikskólabörnum sem nćrsýnustu öldungum. Já nú er mćlirinn fullur.

Og réttilega. Mađur rústar ekki líf fólks međ illígrunduđum ótuktaruppslćtti í skjóli ímyndađs sannleiksţorsta. Mađur tređur ekki ćru manna og atgervi í svađiđ međ einu pennastriki og stimplar sig svo út. Mađur rekur ekki fólk í opinn dauđann til ađ selja eitt andsvítans blađsnifsi í einn dag.

En nú skal réttlćtinu fullnćgt, mannskemmandi blađasnápum smalađ saman og ţeir stjaksettir, úrbeinađir og brenndir til ösku. Svört hjörtu ţeirra negld á veggi blađamannafélagsins - öđrum til vítis - og ćvarandi varnađar. Ţví miđur er ţađ bara of seint.

Allt of seint.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA