Forystugrein – Enter
Enter

1. Annars borđa ţeir allan fiskinn okkar.
2. Og drekka sjóinn okkar.
3. Ţeir eru svo sjúklega góđir á bragđiđ, sérstaklega međ kokteilsósu.
4. Annars teppast allir firđir af hvalaskođunarbátum.
5. Til ađ sýna útlendingum ađ viđ séum ekki bara skyrlepjandi tónlistarálfar.
6. Annars fyllist hafiđ í kring um okkar af illa ţefjandi hvalapissi.
7. Gömlum körlum finnst ţađ fáránlega sexý.
8. Svo heimsbyggđin gleymi okkur ekki.
9. Ţađ er ógeđslega fyndiđ ađ sjá feit dýr drukkna.
10. Hvađ eiga japanskir hundar annars ađ éta?

Lesbók frá fyrri tíđ

Hvađ er eiginlega ađ ţessu liđi? Svona í alvöru talađ. Altsvo ţessu grábölvađa hyski sem er búiđ ađ skuldsetja íslensku ţjóđina. Allt sem hún á og allt sem hún hefur unniđ sér inn síđan hún skreiđ međ erfiđismunum upp úr moldarsvađinu.

Er ţetta ekki sama fólkiđ og ţáđi hér lćknisţjónustu viđ fćđingu og hlaut hér tćkifćri til menntunar – međ okkur hinum? Sama fólkiđ og var bólusett og tannlćknađ, aliđ á lýsi og flúor – međ okkur hinum? Sama fólkiđ og fékk ađ hnođa leir og lita á leikskólum landsins – međ okkur hinum? Sama gerilsneydda og fitusprengda pakkiđ og fór í sumarfrí til Costa del Sol og Benidorm – međ okkur hinum?

Er ţađ ekki rétt skiliđ hjá mér? Svona í meginatriđum.

Eđa er ţetta bara eitthvađ allt annađ fólk? Af allt öđru sauđahúsi, gullslegnu og smaragđslögđu? Spratt ţetta pakk bara einn daginn upp úr jörđinni skrýtt sínu Armaní og Gútsí á öllum sínum hvítleđruđu Bentleyum og glyđrufylltu Porsum? Á öllum sínum kolefnisójöfnuđu blökkuţotum og skreppitúraţyrlum? Hingađ komin til ţess eins ađ eyđileggja allt – fyrir okkur hinum.

Á hvađa tímapunkti ákvađ ţetta gíruga slúbbertastóđ ađ ţađ vćri yfir okkur hin hafiđ? Var ţađ ţegar ţau föttuđu ađ sumir gćtu splćst í vídeótćki, en ađrir ekki? Ţegar sumir gátu leyft sér stöđ tvö, en ađrir ekki? Ţegar sumir gátu splćst í jeppling, en ađrir ekki? Ţegar sumir gátu fengiđ sér banka, en ađrir ekki?

Á hvađa tímapunkti ákveđur einhver réttkjósandi íslenskur plebbi á ofbónuđum skóm ađ hann sé ósnertanlegur og óskeikull hálfguđ? Sem má allt og á allt? Sem getur fariđ međ eigur og orđspor heillar ţjóđar eins og honum sýnist? Hvađ ţarf nákvćmlega ađ aftengja í heilanum, hjartanu og sálinni til ađ ţesslags landeyđur hafi sig fram úr bćlinu ađ morgni? Hvar verđur mađur sér úti um jafn vita tannlausa samvisku og útúrsjoppađa sjálfsmynd?

Og hvers konar vatnsţynntar og niđurtrađkađar undirlćgjustjórnvaldslyddur láta illseđjandi sníkjudýrin komast upp međ ađ leggja landiđ í rúst?

Og.

Af hverju í djúpsteiktum dansskóm djöfulsins er ekki búiđ ađ taka ţessa uppblásnu oflátungsgrísi og kaghýđa til blóđs og tára, fyrir allra augum – og senda slyppa og snauđa úr landi.

Langt, langt, langt í burtu – frá okkur hinum.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA