Lesbók05.03.14 — Enter

Ég brá mér síđla kvölds í mínum besta rykfrakka á dönsku gleđilífsmyndina Samrćđinginn (Nymphomaniac) í afviknu kvikmyndahúsi hér í borg.

Ég var allspenntur enda skrambihreint langt síđan mađur sá síđast ţvottekta danska rúmstokksmynd í kvikmyndahúsi. Eđa ekki síđan ég skellti mér á hina sprellmjörugu Í nautsmerkinu í Austurbćjarbíói um áriđ.

Ég verđ ţó ađ segja ađ myndin olli mér nokkrum vonbrigđum. Í stađ ţess ískrandi danska húmors, sem var svo heillandi viđ meistaraverk John Hilbert Larsen, Hopsasa pĺ sengekanten og Tandlćge pĺ sengekanten — var hér sleginn allt annar og dekkri tónn. Lítiđ sem ekkert var um sprenghlćgilega eltingaleiki, gáskafullt dađur og tvírćđa brandara.

Aukinheldur olli ađalleikonan, Karlotta Gainsbourg, mér vonbrigđum. Ţrátt fyrir ađ vera leikandi létt á bárunni og uppáhleypingasöm međ afbrigđum er hún svo sannarlega engin Annie Birgit. Ţađ var engu líkara en hún fyndi aldrei almennilegan ţennan hlýlega, eggjandi danska neista viđ rúmstokkinn — og vćri meira ađ ţessu međan hún biđi eftir nćsta lottódrćtti. Ţví miđur.

Ađallega held ég ađ ţađ megi skrifa blóđlitla og allt ađ ţví líflausa niđurstöđuna á leikstjórann, Lars von Trier, sem virđist — ótrúlegt en satt — ekki ţekkja ţessa fallegu og gáskafullu dönsku kvikmyndahefđ nćgilega vel. Ţrátt fyrir ađ vera danskur í húđ og hár. Og ţrátt fyrir ađ hafa gert margar sprellfjörugar og sprenghlćgilegar myndir gegnum tíđina, fullar af hárfínum dönskum húmor. M.a. međ henni Björk okkar.

Nú mun vera á leiđinni framhald Samrćđingjans og er óskandi ađ Lars taki viđ sér og komi blóđinu á hreyfingu hjá áhorfendum. Mćli ég í ţví samhengi ađ hann blási rykiđ af nokkrum vel völdum VHS spólum međ sígildum dönskum meistaraverkum og skelli ţeim í tćkiđ (t.a.m. Rektor pĺ sengekanten eđa hinni ćrslafullu Damernes ven) — og komi sér ţannig í gírinn áđur en hann fer yfir lokaklippiđ.

 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Saga
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Kaktuz — Saga
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 178, 179, 180, 181, 182