Forystugrein – Enter
Enter

Matur er okkur miklu meira en lífsbjörg í dag. Viđ borđum ţegar okkur leiđist. Viđ borđum ţegar viđ viljum hafa gaman. Viđ borđum í bílnum. Viđ borđum í sófanum. Viđ borđum meir ađ segja á međan viđ horfum á annađ fólk borđa.

Viđ tölum um mat. Viđ lesum um mat. Viđ horfum á mat. Viđ ljósmyndum mat. Viđ rífumst um mat. Viđ keppum í mat. Viđ hugsum um mat.

Matur er afţreying.

Á međan viđ tćmum hugsunarlítiđ ísskápa okkar og frystikistur horfum viđ á réttnćrđa töfralćkna galdra fram eitthvađ lystugra og heilnćmara en viđ orkum ađ koma á okkar eigin diska.

Í sjónvarpinu heldur heldur ţetta fólk til — vel meinandi efalítiđ — og handleikur lík af ýmsum ónafngreindum en vissulega gómsćtum skepnum.

Stundum sömu skepnum og viđ vorkennum ţessi lifandi býsn ađ ţurfa ađ lifa sínu stutta, excelútreiknađa ömurđarlífi viđ skelfilegar ađstćđur — allt fram ađ ţví ađ viđ slátrum ţeim og étum ţau.

Ég veit ekki međ ykkur, en heldur kýs ég ađ hírast í sólar- og sálarlausu umhverfi, atađur eigin vessum međ kvalaóp í hlustum og dauđann fyrir vitum mér öllum stundum — fremur en ađ láta handleika mig af niđurskornum sjónvarpskokki, hamflettur, aflimađur, makađur kryddblöndum, sundursaxađur, steiktur upp úr brennandi rjóma — innan um bláókunnuga sveppi og annađ skringimeti. Og loks étinn af tannhvíttum flissandi matgćđingum fyrir allra augum.

Ađferđin fest á bók og framkvćmdin sett á VOD-iđ.

Lesbók frá fyrri tíđ

Nú rísa ţćr líkt og nýburstađir hvalsgómar úr mýrinni, hlykkjast úr sandhrúgunum sem silfur­slegnir sullaormar og ţruma yfir ilmandi mal­bikinu — göngubrýrnar. Spánnýju fínu göngu­brýrnar okkar — tilbúnar ađ ferja alla heimsins erfđafrćđinga, stúdenta og mýrarlalla yfir ný­bakađa Hringbrautina.

Fínu, fínu göngubrýrnar okkar. Fínu, löngu göngubrýrnar okkar.

Löngu, löngu göngubrýrnar okkar.

Hvenćr ćtla ţessir blessuđu skipulagshrottar okkar ađ lćra? Ţađ á ekkinokkur kjaftur eftir ađ nenna ađ paufast yfir ţessar spírallanglokur. Frekar freista menn gćfunnar á valhoppi yfir ţessar sextán akreinar eđa hvađ hún nú verđur blessuđ litla Hringbrautin, fremur en ađ villast upp ţessar hringsóluđu lönguvitleysur.

Hefđi ţađ riđiđ listrćnum metnađi og fagurfrćđilegri međvitund borgaryfirvalda ađ fullu ađ leggja grefils spangirnar beinar yfir slóđaskufsann? Varla.

Ojćja, ţessi ţunnildi eru máske ekki alill. Ţađ má efalítiđ grípa međ sér ţoturass ţarna uppeftir nćsta vetur og fá sér nokkrar salíbunur.

Enter 3/5/05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA