Forystugrein – Enter
Enter

Matur er okkur miklu meira en lífsbjörg í dag. Viđ borđum ţegar okkur leiđist. Viđ borđum ţegar viđ viljum hafa gaman. Viđ borđum í bílnum. Viđ borđum í sófanum. Viđ borđum meir ađ segja á međan viđ horfum á annađ fólk borđa.

Viđ tölum um mat. Viđ lesum um mat. Viđ horfum á mat. Viđ ljósmyndum mat. Viđ rífumst um mat. Viđ keppum í mat. Viđ hugsum um mat.

Matur er afţreying.

Á međan viđ tćmum hugsunarlítiđ ísskápa okkar og frystikistur horfum viđ á réttnćrđa töfralćkna galdra fram eitthvađ lystugra og heilnćmara en viđ orkum ađ koma á okkar eigin diska.

Í sjónvarpinu heldur heldur ţetta fólk til — vel meinandi efalítiđ — og handleikur lík af ýmsum ónafngreindum en vissulega gómsćtum skepnum.

Stundum sömu skepnum og viđ vorkennum ţessi lifandi býsn ađ ţurfa ađ lifa sínu stutta, excelútreiknađa ömurđarlífi viđ skelfilegar ađstćđur — allt fram ađ ţví ađ viđ slátrum ţeim og étum ţau.

Ég veit ekki međ ykkur, en heldur kýs ég ađ hírast í sólar- og sálarlausu umhverfi, atađur eigin vessum međ kvalaóp í hlustum og dauđann fyrir vitum mér öllum stundum — fremur en ađ láta handleika mig af niđurskornum sjónvarpskokki, hamflettur, aflimađur, makađur kryddblöndum, sundursaxađur, steiktur upp úr brennandi rjóma — innan um bláókunnuga sveppi og annađ skringimeti. Og loks étinn af tannhvíttum flissandi matgćđingum fyrir allra augum.

Ađferđin fest á bók og framkvćmdin sett á VOD-iđ.

Lesbók frá fyrri tíđ

Ţađ eru ófá glađhlakkaleg smettin sem hrannast inn um lúgur lands ţessa dagana. Glansandi tannhvíttir framagosar sem eiga enga ósk heitari en ađ setjast á ţing og ţjóna bláeygum almúganum.

En fyrr má nú vera.

Öll blöđ eru undirlögđ ţessum gleiđmynntu sjálfstćđisbrosum. Innan sem utan. Svo ekki sé talađ um innpökkuđ og skrúđklćdd sálfsupp­hafningarskeytin sem send eru öllum sem svo mikiđ sem gjóađ hafa augum í átt til Valhallar.

Ég hef á undanfarinni viku fengiđ ađ sjá fleiri gljáfćgđar framtennur, uppáţrengda spékoppa og snyrtilega bindishnúta en ég tel mér líkamlega og andlega hollt.

Og til hvers? Hverjum er greiđi gerđur međ ţessum sleikipinnauppslćtti öllum?

Á ég ađ velja mína fultrúa á hinu háa Alţingi eftir fjölda holufyllinga? Gerđ gleraugnaumgjarđa? Nefhárasýnileika?

Svei ţví bara.

Ef eitthvađ í ţessum heimi á ađ fá ađ vera ólundarlegt, forpokađ, matt og púkalegt í friđi - ţá eru ţađ ţingmenn Sjálfstćđisflokks.

Og hananú.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA