Forystugrein – Enter
Enter

Ég hef ţungar áhyggjur af upprennandi íhaldsskorti á ţessu landi.

Okkur vantar tilfinnanlega hlaunamikla og ţungbrýnda íhaldsmenn sem ţola illa breytingar. Og leiđa ţćr helst hjá sér. Sem snupra frjálslynda ungliđa og tukta til fégráđuga skammtímaleysingja.

Okkur vantar fleiri ferkantađ ţenkjandi ráđamenn sem telja ennţá fínt ađ mćta á ćđri listviđburđi og slafra í sig mćjóneshlöđnum snittum. Sem kaupa ennţá óárennilegar bćkur og stilla ţeim upp í hillur. Sem sitja ennţá hrjótandi fyrir framan sjónvarp og sussa međan fréttatíminn gengur yfir.

Viđ ţurfum á vaktina menn sem telja sér skylt ađ umbera djasstónlist. Heimstónlist jafnvel. Og láta sig hafa ţađ ađ mćta á óperur og balletta — til ţess ađ sýna sig og sjá ađra. Og snittast.

Okkur bráđvantar ofanígirta ţröngsýna íhaldskurfa sem fussa yfir tćkninýjungum. Treysta illa eđa ekki framtíđinni og ríghalda í fortíđina.

Viđ ţörfnumst manna sem skilja ekki endilega menningu, en nota hana. Skreyta sig međ henni og fóđra hana.

Ađ öđrum kosti fyllist veröld okkar smám saman af listrunkurum annars vegar og frjálshyggjupungum hins vegar. Tvo ósamrýmanlega hópa sem vilja ekkert af hvorum öđrum vita. Hvađ ţá skiptast á gćlum.

Og ţá deyja báđir út.

Lesbók frá fyrri tíđ

Skelfing er ađ horfa upp á ţessar stjórnmálalufsur okkar sem missa eitthvađ út úr sér sem fellur ekki í hiđ almenna og óvéfengjanlega kram.

Viđ fyrsta hanagal skjálfa ţessi grey eins og lauf í vindi og snúast á stađnum, bođin og bún ađ éta allt heila klabbiđ ofan í sig. Og muldra svo miseinlćgar afsökunarbeiđnir međ fullan munninn.

Nú var hann Ásbjörn Óttarsson, meintur ţingmađur, eitthvađ ađ delera um listamannalaun. Óţarfleika ţeirra og meint iđjuleysi listamanna.

Kjánalegt? Kannski. En annađ eins hefur nú heyrst úr hćgra horni stjórnmálaskúffunnar áđur. Oft meir ađ segja. Og ţá meira í alvöru en gamni.

Og hvađ sem fólki finnst nú um slíkar yfirlýsingar ţá var ţetta í ţađ minnsta einlćg skođun ţingmannsins ţröngsýna – og gott ef ţađ örlađi ekki fyrir einhverju sem í fyrndinni var kallađ hugsjón.

Hann vill ekki hafa iđjulausa listamenn á spena ríkisins. Gott og vel, ţađ er hans skođun. Og um ţađ má ađ sjálfsögđu rćđa.

En nei. Hann Ásbjörn litli er ađ sjálfsögđu búinn ađ biđjast afsökunar, skelfingu lostinn viđ grimma glerlistamenn og illvíga akrýlmálara – og búinn ađ bakka međ skottiđ lint og lafandi í bakraufinni.

Isspiss.

Af hverju getur ţetta bakkpakk ekki stađiđ viđ skođanir sínar? Eđa í ţađ minnsta orđ sín. Hvort sem ţau snúa ađ letilist eđa frćndarössum.

Er ţađ til of mikils mćlst?

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA