Lesbók27.11.13 — Enter

Mér datt þetta nú bara í hug. Ekki út af neinu sérstöku. Ég veit ekki hvort þið kannist við tilfinninguna.

Ég man ekki hvenær það gerðist fyrst. Sennilega hef ég verið langt undir lögaldri. Of ungur til að byrja að drekka hana í mig. Allt of ungur til að ánetjast. En ég stend mig stundum að þessu.

Ég sit einhvers staðar. Stend jafnvel. Er að gera einhvern fjárann. Og þá lít ég allt í einu upp. Veit ekki almennilega hvers vegna.

En svo fatta ég það.

Þá er ég að gera þetta. Þetta sem ég geri svo sjaldan. Allt of sjaldan. Að hlusta.

Ekki heyra. Hlusta.

Og ég veit ekkert hvað það er sem fangar athygli mína. Eða af hverju. Eyrun bara sperrast. Það kviknar á einhverju … athyglinni jafnvel.

Og ég uppgötva að það er einhver í útvarpinu mínu, að tala. Við mig. Sem gerist ekki oft.

Einhver ókunnugur, en samt ekki. Um eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður. Um eitthvað sem ég ekki vissi. Um eitthvað sem ég hefði annars aldrei heyrt. Eða borið mig eftir.

Og ég finn að mig langar í meira. Því þetta er gott.

Og áður en ég veit er ég dottinn í það.

Dottinn í Rás 1.

— — —

Og ég vil ekki láta renna af mér.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182