Lesbók05.06.13 — Enter
Farðu í friði Hemmi, takk fyrir okkur.

Ef veröldin er öll á versta máta
svo voðaleg, þig langar mest að gráta
skaltu bregða birtu á vör,
brosið láta ráða för
— þá ógleði og depurð undan láta.

Ef flestir þínir dagar enda illa
og áhyggjurnar svefnfriðinum spilla.
Þá skaltu vinur bera á borð
bráðsnjallt tímamótaorð
— þá ættir þú í sólskin senn að grilla.

Ef veröldin er öll með versta móti
verulega grá og full af sóti.
Mýktu sitthvort munnvikið
og mjakaðu þeim uppávið.
— Hver veit nema sólin senn upp þjóti?

Gangir þú með kvíðahnút til hvílu
í hverju skúmaskoti sérðu grýlu.
Hefðu daginn hreykinn á
að hrópa á spegilinn þinn: Já!
— Láttu aðra um að fara í fýlu.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182