Forystugrein – Enter
Enter

Hananú!

Nú er komiđ í ljós ađ íslenska sauđkindin, ţessi lufsulega lopaskćkja, ţetta óhrjálega landlýti, lćtur sér ekki nćgja ađ níđast á gróđri og úđa í sig nýgrćđlingum.

Nei. Hún hefur nú veriđ stađin ađ ţví ađ slafra í sig eggjum! Úti á víđavangi.

Ţađ er ţví ekki nóg međ ađ ţetta bragđfúla sníkjudýr haldi landinu jafn berangurslegu og gróđurlausu eins fituskertu fitnessklofi — heldur er ţetta óćta óféti nú líka ađ hafa af okkur fuglalífiđ.

Ég sé ţessi skjálgeygđu kvikindi fyrir mér, sötrandi óharđnađa eggjarauđu, bryđjandi skurn og jórtrandi á ófleygum ungum — eins og ekkert sé sjálfsagđara, međan örvinglađar mćđur flögra allt um kring.

Ţađ kćmi mér ekki á óvart ađ ţessi samviskulausi hreiđurspillir hafi étiđ upp rjúpnastofninn einn og óstuddur. Útrýmt vađfuglinum, sötrađ upp súluna, smjattađ á smyrlinum og kjamsađ bćđi á kríum og kjóum.

Ólukkans ađskotaófreskjur.

Hvenćr á ađ gera ţessar rottur hálendisins brottrćkar af landinu? Međ ţeim skít og ţeirri skömm sem ţeim ber?

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Hvar er ţessi bévítans Auđun, međ einu enni?

Ţiđ vitiđ. Ţessi sem á ađ ráđa sem fréttastjóra á RÚV. Ţessi sem allt fjađrafokiđ er útaf. Ţessi sem á ađ stýra rótgrónustu fréttastofu landsins og bera landsmönnum trúverđugar, hlutlausar fréttir af stađfestu og ósérhlífni. Ţessi sem á ađ leiđa einn reyndasta fréttamannahóp landsins. Ţessi sem útvarpsstjóri benti á ađ sér ţćtti bestur. Hvar í djúpsteiktum dauđanum er hann eiginlega?

Á mađur ekkert ađ fá ađ sjá hann - ţennan Auđun međ einu enni? Er hann til í alvörunni? Er hann enn í heilaţvotti? Er hann ennţá á fram­leiđslu­stigi? Er hann enn ađ markađssetja fiskvogir í Tíbet?

Hvar er hann - ţessi dularfyllti Auđun međ einu enni?

Ég vil fá ađ sjá hann. Ég vil fá ađ heyra í honum. Nei. Ég krefst ţess ađ fá ađ heyra í ţessum meinta ljósbera nýrra tíma. Ég heimta ađ fá ađ grandskođa ţennan frelsandi engil sem öllum er sagđur hćfari til ađ flytja fréttir.

Hví? Jú, ég vil bara ekki hafa ţađ ađ einhverri hjárćnulegri puntudúkku sem ég kann engin deili á sé potađ ţarna upp í Efstaleitiđ til ađ elda heimsfréttirnar ofan í mig og mína. Ég vil bara ekki hafa ţađ.

Mér er, minn kćri Auđun međ einu enni, rennislétt sama hvađ ţú krossar viđ á kjördegi og hverjir vinir ţínir eru. Í sjálfu sér er ţađ grund­vallar­mannúđar­stefna ađ verđlauna ţá sem umgangast framsóknarmenn ţó ekki sé nema ađ litlu leyti. En skítt međ ţađ. Ég vil bara vita ađ ţú sért starfinu vaxinn. Og ég vil heyra ţig sannfćra mig. Ekki ţá sem fóru yfir prófiđ ţitt - eđa ţá sem finnst ţú ćđi. Ţig - bara ţig.

Ţví skalt ţú bara gjöra svo vel, Auđun međ einu enni, ađ skakklappast fram úr ţínu fylgsni - og standa fyrir ţínu máli. Ég biđ ekki um mikiđ. Ađeins ađ ţú gerir ţađ sem ţú ert sagđur gera flestum betur - flytjir okkur frétt.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA