Forystugrein – Enter
Enter

Ég hef íhugađ, ígrundađ, velt fyrir mér og krufiđ til mergjar – ţessa fádćma fáheyrđu ákvörđun Hr. Ólafs Ragnars ađ skammta sér fjögur ár enn í embćtti forseta lýđveldisins.

Og alltaf kemst ég ađ sömu niđurstöđu. Ţeirri einu sem einhverju vatni heldur og meikar einhvern agnarminnsta sens. Og hún er ţessi:

Ólafur Ragnar hefur komist á snođir um falinn fjársjóđ á Bessastöđum, hugsanlega smaragđssjóđ Sveins Björnssonar, fiđrildasafn Ásgeirs, eđa jafnvel múmíugrafhýsi Kristjáns Eldjárns. Eđa álíka.

Ţessa fjársjóđs leitar hann logandi ljósi allar nćtur, međ forsetarekuna ađ vopni – og getur ekki hugsađ sér ađ yfirgefa sundurgrafinn bústađinn fyrr en hann hefur fundiđ gersemarnar og öđlast ţar međ hugarró.

Ţetta hlýtur ađ vera skýringin. Ţví ekkert annađ hefur mađurinn ađ gera ţarna áfram.

Lesbók frá fyrri tíđ

Ţessi flugvöllur ţarna í Vatnsmýrinni. Ţessi á bak viđ Umferđamiđstöđina. Er hann alveg ađ dansa?

Nú hef ég í sjálfu sér ekkert á móti ţví ađ hafa flugvöll ţarna, svona í prinsippinu. Fínt ađ nota plássiđ undir eitthvađ gáfulegra en ađ fylla ţađ af KR-ingum. Svo er auđvitađ ómetanlegt ađ geta skellt sér í fallhlífarstökk án ţess ađ ţurfa fyrst ađ paufast til Keflavíkur.

En ţá er ţađ líka upptaliđ - og ţađ er akkúrat ţađ sem ég hef dulitlar áhyggjur af. Nefnilega notagildi ţessa ágćta vallar.

Nú ţykist ég vita ađ megniđ af utanlandsferđum Íslendinga fari gegnum flugstöđ Leifs Eiríkssonar. Eins get ég nokkuđ örugglega bölvađ mér upp á ađ ţeir ferđamenn sem hingađ eru narrađir fari í gegnum ţá sömu stofnun, sem er auđvitađ ekki nokkur hemja.

Eđa finnst ykkur ţađ? Ađ bjóđa ţessu ágćta fólki uppá ađ lenda ţarna í miđju hrauninu, dauđţreytt eftir fleirihundruđtíma flug. Ţađ er bara ómannúđ­legt - í besta falli andstyggilegt.

Á međan stendur Reykjavíkurflugvöllur, ţessi fíni völlur, eins og illa gerđur hlutur, auđur og yfirgefinn. Hvernig vćri nú ađ brúka hann undir eitthvađ af öllum ţessum rellum sem hingađ streyma? Ha? Sletta smá málningu á miđasölu­skúrinn, selja makkintoss og kenna starfsfólkinu dönsku. Fá doltiđ líf í tuskurnar í ţessum svokallađa miđbć, sem allt lifandi drepur.

Ţađ er auđvitađ út í hött ađ hafa allt ţetta malbik ţarna og nota ţađ svo ekkert. Eđa ţađ finnst mér í ţađ minnsta.

---

Mér skilst reyndar - til ađ gćta hér sanngirni - ađ völlurinn sé stundum notađur til ađ koma Mogganum og Fréttablađinu „út á land“, eins og ţađ er kallađ. Ţađ er ađ segja, ef ekki er ófćrt.

Enter 2/3/05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA