Forystugrein – Enter
Enter

Ég hef íhugađ, ígrundađ, velt fyrir mér og krufiđ til mergjar – ţessa fádćma fáheyrđu ákvörđun Hr. Ólafs Ragnars ađ skammta sér fjögur ár enn í embćtti forseta lýđveldisins.

Og alltaf kemst ég ađ sömu niđurstöđu. Ţeirri einu sem einhverju vatni heldur og meikar einhvern agnarminnsta sens. Og hún er ţessi:

Ólafur Ragnar hefur komist á snođir um falinn fjársjóđ á Bessastöđum, hugsanlega smaragđssjóđ Sveins Björnssonar, fiđrildasafn Ásgeirs, eđa jafnvel múmíugrafhýsi Kristjáns Eldjárns. Eđa álíka.

Ţessa fjársjóđs leitar hann logandi ljósi allar nćtur, međ forsetarekuna ađ vopni – og getur ekki hugsađ sér ađ yfirgefa sundurgrafinn bústađinn fyrr en hann hefur fundiđ gersemarnar og öđlast ţar međ hugarró.

Ţetta hlýtur ađ vera skýringin. Ţví ekkert annađ hefur mađurinn ađ gera ţarna áfram.

Lesbók frá fyrri tíđ

Nú er íslenskt ungviđi hćtt ađ éta fisk. Fúlsar viđ ţessari okkar helstu lífsbjörg og smámyntaskreytingu. Vill bara kjöt og kruđerí. Setur upp svipi, furđu lostna, ţegar slor- og beinhreinsađ hvítmetiđ er boriđ á borđ, oftar en ekki haganlega dulbúiđ hvers kyns gljáa, kryddi og gúmelađi - hlađiđ uppstríluđu grćnmeti og hugvitsamlegum kartöfluréttum.

Án árangurs. Skiljanlega.

Ţví sama hversu miklu sósumauki ţiđ makiđ á ţessar slepjulegu neđansjávarrottur og hversu mörgum lygum ţiđ sveipiđ nćringarleysi ţeirra og himinhrópandi bragđleysi verđa ţćr aldrei mönnum bjóđandi.

Og ţađ hafa íslensk börn loks uppgötvađ, eftir ađ hafa veriđ kjaftfyllt óvćrunni um aldir, óumbeđiđ.

Er ţađ vel.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Myglar – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA