Forystugrein – Enter
Enter

Ég hef íhugađ, ígrundađ, velt fyrir mér og krufiđ til mergjar – ţessa fádćma fáheyrđu ákvörđun Hr. Ólafs Ragnars ađ skammta sér fjögur ár enn í embćtti forseta lýđveldisins.

Og alltaf kemst ég ađ sömu niđurstöđu. Ţeirri einu sem einhverju vatni heldur og meikar einhvern agnarminnsta sens. Og hún er ţessi:

Ólafur Ragnar hefur komist á snođir um falinn fjársjóđ á Bessastöđum, hugsanlega smaragđssjóđ Sveins Björnssonar, fiđrildasafn Ásgeirs, eđa jafnvel múmíugrafhýsi Kristjáns Eldjárns. Eđa álíka.

Ţessa fjársjóđs leitar hann logandi ljósi allar nćtur, međ forsetarekuna ađ vopni – og getur ekki hugsađ sér ađ yfirgefa sundurgrafinn bústađinn fyrr en hann hefur fundiđ gersemarnar og öđlast ţar međ hugarró.

Ţetta hlýtur ađ vera skýringin. Ţví ekkert annađ hefur mađurinn ađ gera ţarna áfram.

Lesbók frá fyrri tíđ

Mikill sandbölvanlegur ekkisens óţrifnađur er af ţessu firinvesćla veggjakroti sem yfir, undir og allt um kring ber fyrir augu.

Hvers kyns óforskammađ vćsklahyski er ţađ eiginlega sem stundar ţessi spellvirki? Hvađ fá ţessi skjálfhentu sóđatyrđlar eiginlega út úr ţví ađ tússa ţennan dulkóđađa hrođa sinn fyrir allra augum? Eru ţađ listrćn sjónarmiđ sem, ţar ráđa för, eđa almannatengsl?

Á mađur ađ fyllast heilagri lotningu yfir ţví ţegar einhver vanuppalinn afturkreistingur nćr ađ rista sitt hámóđins rúnaglundur framan í Jón Sigurđsson rćfilinn? Eđa ţegar eitthvurt aumingjans strćtóskýliđ fćr allsherjar yfirhalningu frá litaglađri smátittlingaklíku vopnađri orđaforđa og stafsetningargetu kynlífsfíkins sjóara­páfa­gauks.

Svei ţví alla daga!

Og ţetta fer hríđversnandi međ hverju árinu. Ţađ er ekki einu sinni hćgt ađ lesa ţessa kolbíldóttu andstyggđ lengur. Ţađ er ekki laust viđ ađ mađur hugsi međ hlýhug til 'IRON MAIDEN BEST', 'Anna + Tobbi sönn ást', eđa jafnvel 'ef ţú vilt ríđa hringdu ţá í Ubba í síma 5675'.

Já svei mér ef mađur saknar ekki agnarpons alkóhólmettađrar heimspeki­umrćđu síđustu aldar sem fram fór á salernisveggjum landsins ţegar mađur sér ţetta fílapenslađa nýtískukrass. Hvađ varđ um kveđskapinn, háđsglósurnar, vísdóminn, sannfćringuna? Hvar er 'Flatus lifir' 21. aldarinnar?

Réttast vćri ađ handhöggva ţetta subbpárandi hyski allt og láta ţađ sleikja óţrifnađinn af hvar sem í ţađ nćst. Helst ţó af tengikössum Landssímans - og ţá í miklu frosti.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA