Lesbók04.03.12 — Enter

Ég hef íhugað, ígrundað, velt fyrir mér og krufið til mergjar – þessa fádæma fáheyrðu ákvörðun Hr. Ólafs Ragnars að skammta sér fjögur ár enn í embætti forseta lýðveldisins.

Og alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu. Þeirri einu sem einhverju vatni heldur og meikar einhvern agnarminnsta sens. Og hún er þessi:

Ólafur Ragnar hefur komist á snoðir um falinn fjársjóð á Bessastöðum, hugsanlega smaragðssjóð Sveins Björnssonar, fiðrildasafn Ásgeirs, eða jafnvel múmíugrafhýsi Kristjáns Eldjárns. Eða álíka.

Þessa fjársjóðs leitar hann logandi ljósi allar nætur, með forsetarekuna að vopni – og getur ekki hugsað sér að yfirgefa sundurgrafinn bústaðinn fyrr en hann hefur fundið gersemarnar og öðlast þar með hugarró.

Þetta hlýtur að vera skýringin. Því ekkert annað hefur maðurinn að gera þarna áfram.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182