Forystugrein – Enter
Enter

Fyrir hverja er frjálshyggja? Ţetta er einföld spurning sem auđvelt er ađ svara. Frjálshyggja er fyrir ţá sem unna frjálshyggju – frjálshyggjuunnendur.

Hvernig getur ţađ ţá veriđ, ađ allir skattgreiđendur, sama hvort ţeir unni frjálshyggju eđur ei, séu neyddir til ađ greiđa ákveđnum frjálshyggjumönnum laun?

Hver og einn einstaklingur á ađ hafa frelsi til ađ leita hamingjunnar á eigin vegum. Hann er frjáls gjörđa sinna svo fremur sem hann skerđir ekki ţetta sama frelsi annars einstaklings. Skerđing á frelsi hans er ţví ekkert annađ en beiting á ofbeldi.

Af ţessu leiđir ađ einstaklingur á ađ hafa frelsi til ađ velja hvort hann unnir frjálshyggju. Ađ skerđa ţetta frelsi hans er ofbeldi og ţađ af hálfu ríkisins í tilfellinu um styrki til stjórnmálaafla sem ađhyllast frjálshyggju.

Ríkiđ tekur pening, sem harđvinnandi einstaklingar hafa unniđ sér inn – ávöxt erfiđisvinnu sem krafđist orku, tíma og fyrirhafnar –, og hótar ađ viđurlögum verđi beitt ef ţví er ekki afhent féiđ. Ríkiđ stofnar síđan nefnd sem ákveđur hvađa frjálshyggjumenn hljóti fé harđvinnandi einstaklinganna og hvađa frjálshyggjumenn hljóti einfaldlega ekki neitt. Hinir sönnu unnendur frjálshyggjunnar og ţeir sem öfluđu peninganna, sem eru nú í höndum útvalinna frjálshyggjumanna, fá ekkert ađ segja.

Ţannig ađ svariđ viđ ţeirri spurningu, sem borin var upp hér í byrjun, er ekki svo einfalt eftir allt saman. Ríkiđ hefur ákveđiđ ađ allir eigi ađ unna frjálshyggju og nefnd á vegum ríkisins fćr síđan ađ ákveđa hvađa frjálshyggjumönnum ţeir eigi ađ unna.

Og hvađ međ frelsi einstaklingsins til ađ velja hvađa frjálshyggjumönnum hann unnir? Ţađ skiptir bara engu máli.

Sjá ítarefni hér.

Lesbók frá fyrri tíđ

Ein er sú tegund samferđarmanna minna sem ég ţoli hvađ minnst. Fólkiđ sem ýtir á takkann.

Hvađ gengur fullorđnu, fullfrísku fólki međ starfhćfa međvitund eiginlega til, ţegar ţađ kemur ađ gangbrautarljósum og án ţess ađ líta til hćgri né vinstri - teygir sig í takkann? Gagngert til ađ stöđva umferđina svo ţađ sjálft megi í makindum líđa á sínu bleikmettađa skýi yfir ţjakađar og hnýttar umferđarćđar borgarinnar.

Gott og vel. Ég líđ fólki ţennan munađ (ţví auđvitađ er ţetta ekkert annađ en síđkommúnískur sýndarmunađur) ef umferđ er ţung og sýnilega er borin von ađ komast á leiđarenda án ţess ađ ýta. Án ţess ađ svindla.

Ţađ er bara svo örsjaldan sem ţörfin fyrir ýtinginn er fyrir hendi. Ţetta veit ég ţví ég er oftar gangandi en akandi ţegar ósköpin dynja yfir. Ýmist er ég rétt á undan spellvirkjanum, vanalegast eftir ađ hafa beđiđ fćris andartak, litiđ til beggja hliđa og komist yfir á heiđvirđan máta. Eđa, ţađ sem mér ţykir öllu verra - á eftir helvítinu. Blóđrjóđur af skömm frammi fyrir hatursfullum bílluktum og grátandi ökumönnum.

Svei mér ţá. Hvađ munar ţessa ýtóđu óvćru um ađ hinkra eftir tveimur til ţremur bifreiđum sem annars ţurfa ađ húka bölvandi og fúlţenkjandi á rauđu ljósi - löngu eftir ađ spellvirkinn er á bak og burt. Ţó ţćr vćru tíu!

Mér hreinlega verđur flökurt ţegar ég sé viđlíka misnotkun á frelsinu. Er virkilega ekki hćgt ađ treysta ţessari ţjóđ til ađ fara af skynsemi međ jafn lítilvćgt vald og yfir nokkrum skitnum gangbrautarljósatökkum?

Sennilega ekki.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Myglar – Sálmur
 
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 87, 88, 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA