Forystugrein – Enter
Enter

Fyrir hverja er frjálshyggja? Ţetta er einföld spurning sem auđvelt er ađ svara. Frjálshyggja er fyrir ţá sem unna frjálshyggju – frjálshyggjuunnendur.

Hvernig getur ţađ ţá veriđ, ađ allir skattgreiđendur, sama hvort ţeir unni frjálshyggju eđur ei, séu neyddir til ađ greiđa ákveđnum frjálshyggjumönnum laun?

Hver og einn einstaklingur á ađ hafa frelsi til ađ leita hamingjunnar á eigin vegum. Hann er frjáls gjörđa sinna svo fremur sem hann skerđir ekki ţetta sama frelsi annars einstaklings. Skerđing á frelsi hans er ţví ekkert annađ en beiting á ofbeldi.

Af ţessu leiđir ađ einstaklingur á ađ hafa frelsi til ađ velja hvort hann unnir frjálshyggju. Ađ skerđa ţetta frelsi hans er ofbeldi og ţađ af hálfu ríkisins í tilfellinu um styrki til stjórnmálaafla sem ađhyllast frjálshyggju.

Ríkiđ tekur pening, sem harđvinnandi einstaklingar hafa unniđ sér inn – ávöxt erfiđisvinnu sem krafđist orku, tíma og fyrirhafnar –, og hótar ađ viđurlögum verđi beitt ef ţví er ekki afhent féiđ. Ríkiđ stofnar síđan nefnd sem ákveđur hvađa frjálshyggjumenn hljóti fé harđvinnandi einstaklinganna og hvađa frjálshyggjumenn hljóti einfaldlega ekki neitt. Hinir sönnu unnendur frjálshyggjunnar og ţeir sem öfluđu peninganna, sem eru nú í höndum útvalinna frjálshyggjumanna, fá ekkert ađ segja.

Ţannig ađ svariđ viđ ţeirri spurningu, sem borin var upp hér í byrjun, er ekki svo einfalt eftir allt saman. Ríkiđ hefur ákveđiđ ađ allir eigi ađ unna frjálshyggju og nefnd á vegum ríkisins fćr síđan ađ ákveđa hvađa frjálshyggjumönnum ţeir eigi ađ unna.

Og hvađ međ frelsi einstaklingsins til ađ velja hvađa frjálshyggjumönnum hann unnir? Ţađ skiptir bara engu máli.

Sjá ítarefni hér.

Lesbók frá fyrri tíđ

Skyndilega er óbyggilega rokrassgatiđ Viđey orđiđ hvers manns hugljúfi. Skrumslefandi borgarstarfsmenn keppast um ađ lofa hugmyndir um ađ flytja hitt og ţetta hafurtask út á ţetta yfirgefna sker sem enginn ann og enginn vill af vita.

Nýstárlegum gleđigandi Yokar Ono var nýveriđ fundinn ţar stađur fjarri mannabyggđum - og nú rćđa menn ţađ fjálglega ađ flytja ţangađ forseta lýđveldisins ásamt föruneyti. Mun ţađ, ađ mér skilst, gert til ađ rýma fyrir nýrri aumingjagóđri sefjunarflugbraut á Arnarnesi, ćtlađri lötu landsbyggađrhyski sem ratar ekki í Kringluna frá Keflavík.

Einnig er reifađ ađ flytja ţangađ öll ađfluttu hreysin og kofaskriflin á Árbćjarsafni af ţví vćnlega byggingarlandi sem ţau jú teppa - svo ţar megi reisa alvöru hús fyrir blessađ úthverfakíttiđ.

Gott og vel. Ţađ er í sjálfu sér ekkert ađ ţví ađ hlađa ónotuđu drasli og puntudúkkum upp í Viđey - skárra vćri ţađ nú ađ nýta ekki plássiđ.

En hvers vegna ađ láta ţar viđ sitja? Af hverju ekki ađ skófla ţangađ öllu ţví sem enginn vill og enginn ţarf á ađ halda? Strćtó, sinfó, listasöfnin, handritin, biskupinn, ţingiđ - gamla fólkiđ, öryrkjana.

Út í Viđey međ ţađ allt. Viđ ţurfum plássiđ.

Enter 5/5/06
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Myglar – Sálmur
 
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... 87, 88, 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA