Forystugrein – Enter
Enter

Fyrir hverja er frjálshyggja? Ţetta er einföld spurning sem auđvelt er ađ svara. Frjálshyggja er fyrir ţá sem unna frjálshyggju – frjálshyggjuunnendur.

Hvernig getur ţađ ţá veriđ, ađ allir skattgreiđendur, sama hvort ţeir unni frjálshyggju eđur ei, séu neyddir til ađ greiđa ákveđnum frjálshyggjumönnum laun?

Hver og einn einstaklingur á ađ hafa frelsi til ađ leita hamingjunnar á eigin vegum. Hann er frjáls gjörđa sinna svo fremur sem hann skerđir ekki ţetta sama frelsi annars einstaklings. Skerđing á frelsi hans er ţví ekkert annađ en beiting á ofbeldi.

Af ţessu leiđir ađ einstaklingur á ađ hafa frelsi til ađ velja hvort hann unnir frjálshyggju. Ađ skerđa ţetta frelsi hans er ofbeldi og ţađ af hálfu ríkisins í tilfellinu um styrki til stjórnmálaafla sem ađhyllast frjálshyggju.

Ríkiđ tekur pening, sem harđvinnandi einstaklingar hafa unniđ sér inn – ávöxt erfiđisvinnu sem krafđist orku, tíma og fyrirhafnar –, og hótar ađ viđurlögum verđi beitt ef ţví er ekki afhent féiđ. Ríkiđ stofnar síđan nefnd sem ákveđur hvađa frjálshyggjumenn hljóti fé harđvinnandi einstaklinganna og hvađa frjálshyggjumenn hljóti einfaldlega ekki neitt. Hinir sönnu unnendur frjálshyggjunnar og ţeir sem öfluđu peninganna, sem eru nú í höndum útvalinna frjálshyggjumanna, fá ekkert ađ segja.

Ţannig ađ svariđ viđ ţeirri spurningu, sem borin var upp hér í byrjun, er ekki svo einfalt eftir allt saman. Ríkiđ hefur ákveđiđ ađ allir eigi ađ unna frjálshyggju og nefnd á vegum ríkisins fćr síđan ađ ákveđa hvađa frjálshyggjumönnum ţeir eigi ađ unna.

Og hvađ međ frelsi einstaklingsins til ađ velja hvađa frjálshyggjumönnum hann unnir? Ţađ skiptir bara engu máli.

Sjá ítarefni hér.

Lesbók frá fyrri tíđ

Sveita- og alţýđutónlistararmur Baggalúts mun, ef veđur leyfir, halda til Bolungarvíkur snemma í fyrramáliđ til ađ leika ţar fyrir dansi og drykkjulátum. Verđur sveitin skipuđ einvalaliđi og m.a. verđa flutt sérstaklega til landsins tvö sćnsk krútt, ef veđur leyfir.

Hafa skipuleggjendur ferđarinnar legiđ yfir veđurspám undanfarna daga og fölnađ og svitnađ á víxl. Allt er vitanlega á kafi í snjó ţarna á nyrstu mörkum hins byggilega heims og hćttan á veđurteppingu eitthvađ í kringum 97% prósentustigin.

Kostir ţess ađ svífa nötrandi gegnum sviptivinda og éljagang voru metnir fleiri en ađ mjatlast akandi yfir glerhálar heiđar og inn eftir sköflóttum fjörđum – og var ţví ákveđiđ međ semingi ađ fljúga á leiđarenda.

Hafa heimakćrir liđsmenn Baggalúts varla sofiđ dúr frá ţví fyrstu stormviđvaranir tóku ađ berast – og hafa skelfilegar myndir ísi lagđra hreyfla, grjótspúandi fjallshlíđa, hrynjandi snjóţekna, blóđţyrstra ísbjarna og herskárra Hnífsdćlinga svifiđ mönnum fyrir hugskotssjónum síđustu daga og nćtur.

Hafa menn búiđ sig og sína undir yfirvofandi vetursetu innikróađra köntrítónlistarmanna á hjara veraldar jafnt andlega sem líkamlega; sótt námskeiđ í sjófugla- og rostungsveiđi, ísklifri og bolvíkskri menningarsögu.

Á morgun rennur svo dagurinn örlagaríki upp. Ef allt (eđa flest) gengur ađ óskum mun fölleit og taugateygđ sveitin trođa upp um miđnćturbil og trylla lýđinn af einurđ og áfergju - jafnvel frumflytja eins og eitt jólalag.

Ef - og bara ef - veđur leyfir.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Myglar – Sálmur
 
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 87, 88, 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA