Forystugrein – Enter
Enter

Fyrir hverja er frjálshyggja? Ţetta er einföld spurning sem auđvelt er ađ svara. Frjálshyggja er fyrir ţá sem unna frjálshyggju – frjálshyggjuunnendur.

Hvernig getur ţađ ţá veriđ, ađ allir skattgreiđendur, sama hvort ţeir unni frjálshyggju eđur ei, séu neyddir til ađ greiđa ákveđnum frjálshyggjumönnum laun?

Hver og einn einstaklingur á ađ hafa frelsi til ađ leita hamingjunnar á eigin vegum. Hann er frjáls gjörđa sinna svo fremur sem hann skerđir ekki ţetta sama frelsi annars einstaklings. Skerđing á frelsi hans er ţví ekkert annađ en beiting á ofbeldi.

Af ţessu leiđir ađ einstaklingur á ađ hafa frelsi til ađ velja hvort hann unnir frjálshyggju. Ađ skerđa ţetta frelsi hans er ofbeldi og ţađ af hálfu ríkisins í tilfellinu um styrki til stjórnmálaafla sem ađhyllast frjálshyggju.

Ríkiđ tekur pening, sem harđvinnandi einstaklingar hafa unniđ sér inn – ávöxt erfiđisvinnu sem krafđist orku, tíma og fyrirhafnar –, og hótar ađ viđurlögum verđi beitt ef ţví er ekki afhent féiđ. Ríkiđ stofnar síđan nefnd sem ákveđur hvađa frjálshyggjumenn hljóti fé harđvinnandi einstaklinganna og hvađa frjálshyggjumenn hljóti einfaldlega ekki neitt. Hinir sönnu unnendur frjálshyggjunnar og ţeir sem öfluđu peninganna, sem eru nú í höndum útvalinna frjálshyggjumanna, fá ekkert ađ segja.

Ţannig ađ svariđ viđ ţeirri spurningu, sem borin var upp hér í byrjun, er ekki svo einfalt eftir allt saman. Ríkiđ hefur ákveđiđ ađ allir eigi ađ unna frjálshyggju og nefnd á vegum ríkisins fćr síđan ađ ákveđa hvađa frjálshyggjumönnum ţeir eigi ađ unna.

Og hvađ međ frelsi einstaklingsins til ađ velja hvađa frjálshyggjumönnum hann unnir? Ţađ skiptir bara engu máli.

Sjá ítarefni hér.

Lesbók frá fyrri tíđ

Alveg á ţađ ađdáun okkar dauđlegra skilda, fólkiđ sem vaknar til ađ rífast.

Fólkiđ sem situr í sjónvörpunum okkar á sunnudagsmorgnum; úfhćrt, floteygt og skjálffćtt eftir veiđar og vínheimtu nćturinnar. Alltaf skal ţađ mćta til leiks, viku eftir viku. Rađar sér umhverfis geispandi og stíruhlađna ţáttaherra. Lagar til herklćđi nćturinnar; reykmetta jakkabođanga, bleikbitna flibba og íklipnar dragtir. Penslar yfir glćrustu líkamsleifarnar - og byrjar.

Ađ rífast.

Svo er rifist fram eftir degi - um heima og geima. Hćgri og vinstri. Út og suđur. Norđur og niđur. Hvađ hverjum finnst um hvađ, hversvegna - og hvort réttlćtanlegt sé ađ einhverjum finnist eitthvađ um ţađ.

Sumir mćta alltaf, jafnvel á margar stöđvar á dag til ţess eins ađ rífast dálítiđ og fá frítt kaffi. Ţađ virđist skipta ţá litlu hvađ veriđ er ađ rćđa, ţeir segja jú ávallt ţađ sama og gaman er ađ sjá hvernig vélrćn, allt ađ ţví prestleg, endurtekningin rennur upp úr ţeim leiknustu líkt og ţeir séu ađ segja sum orđ, jafnvel heilu setningarnar, í fyrsta skipti.

Ađ fólk skuli nenna ţessu. Ţađ ţykir mér lofsvert. Nćstum merkilegt.

Og stundum, međan ég smjörset ristađa brauđiđ, dreypi á nýmöluđu kaffinu og horfi á fólkiđ ćpa hvert á annađ - ţá ímynda ég mér hvernig ţađ er ađ sitja úti í bć á sunnudagsmorgni, glernćpu­hvínandi ţunnur í flóđlýstum sjónvarpssal ásamt nokkrum koffínkeyrđum andremmusjúklingum og rífast um ríkisstjórnina. Eđa Evrópusambandiđ. Eđa list.

Ég vorkenni ţeim međan ég klára kaffiđ. Svo slekk ég.

Enter 9/1/05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Myglar – Sálmur
 
Dr. Herbert – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Spesi – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker – Forystugrein
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... 87, 88, 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA