Forystugrein – Enter
Enter

Stjaksetning er einhver sú andstyggilegasta tegund pyntinga sem mannskepnan hefur látiđ sér detta í hug. Hefur hún veriđ iđkuđ frá örófi alda af hinum margvíslegustu ţjóđum.

Einn sá fyrsti til ađ láta til sín taka á ţessu sviđi, ađ einhverju marki, var Daríus I sem á 5. öld fyrir Krists burđ lét stjaksetja hérumbil ţrjúţúsund ósamvinnuţýđa Babýlóníumenn. Í Róm til forna var endrum og sinnum gripiđ til stjaksetningar, til tilbreytingar frá hinni sívinsćlu krossfestingu – ţó stjaksetningin kallađi vissulega á meiri viđveru og vesen fyrir böđlana.

Af kunnum ađdáendum stjaksetningar má nefna ţá Ívan grimma, rússlandskeisara, sem beitti ađferđinni óspart – og sjálfan Vlad III. Vallasíuprins, sem af sumum hefur veriđ uppnefndur Drakúla. Hann lćrđi iđnina samviskusamlega af Ottómönum um miđja 15. öld. Ţá voru Svíar nokkuđ iđnir viđ stjaksetningar á 17. öld, einkum og sér í lagi ef ţeir komu höndum yfir danska og skánska uppreisnarseggi.

Ţađ voru ţó einkum Tyrkir sem lögđu stund á ţessa ógeđfelldu iđju, langt fram eftir 19. öldinni og má segja ađ ţeir hafi fullkomnađ ađferđina, sem ég mun nú lýsa í meginatriđum.

Pyntingaţeginn var látinn leggjast marflatur á magann međ hendur bundnar fyrir aftan bak og fćtur gleiđa. Ofan á bak hans settust síđan einn eđa tveir hjálparkokkar til ađ halda honum kyrrum. Ađ mestu. Síđan var stjakinn dreginn fram og hann smurđur vandlega, međ til dćmis vćnni klípu af svínafitu.

Rétt er ađ geta ţess ađ ţađ var alls ekki sama hvernig endi stjakans var tálgađur til. Ţess var vandlega gćtt ađ hann vćri ekki of beittur, heldur meira ávalur – til ađ tryggja hámarksárangur. Kúnstin var nefnilega sú ađ koma stjakanum góđa alla leiđ í gegn án ţess ađ valda teljanlegum skađa á innyflum fórnarlambsins. Beittur endi myndi jú skiljanlega strax ţjösnast gegnum allt sem fyrir honum yrđi, međan fagmannlega frágenginn stjaki ýtti mikilvćgustu líffćrunum einfaldlega frá.

Var nú stjakinn tekinn og honum ţrýst međ handafli eins langt inn í hinn stjakađa og unnt var. Síđan var hann rekinn nokkra tugi sentimetra áleiđis áfram međ stórri, handhćgri sleggju. Ţá var stjakinn reistur viđ međ fórnarlambinu áföstu og ţyngdarafliđ látiđ hafa sinn gang.

Kröfđust ţessar ađfarir nokkurrar nákvćmni, sem og talsverđar heppni – ţví ef endi stjakans ratađi ekki rétta leiđ, ef svo mćtti ađ orđi komast, gegnum líkama fórnarlambsins gat hann hćglega endađ međ ţví ađ eđa brjótast út gegnum höfuđ ţess eđa háls – og var ţá nokkuđ öruggt ađ sá hinn stjaksetti lifđi ekki ađfarirnar af. Í ţađ minnsta ekki eins lengi og ćskilegt ţótti.

En tćkist svo vel til ađ stjakinn ratađi rétta leiđ,ţrćddi fram hjá öllum hindrunum og gćgđist loks út á ákjósanlegum stađ – og ţá allrahelst hćgri handarkrikann – gat vesalingurinn stjaksetti hćglega hangiđ á spýtunni í allt ađ fjóra sólahringa ţar til hann gaf upp öndina.

Lesbók frá fyrri tíđ

Ég á nú barasta ekki eitt aukatekiđ orđ. Hinum hćstu herrum ţjóđarinnar ţóknast ađ leggja eitt ţúsund milljónir króna, íslenskra, í húsbyggingu fyrir Stofnun íslenskra frćđa.

Skitinn milljarđ!

Smáskítlegan og vesćlan milljarđ í lágkúrulegt úthýsi, ótótlegt gripahús viđ Melahlöđuna meingölluđu. Ţetta er reginhneyksli.

Ţarna höfđu ţingdulurnar okkar tćkifćri til ađ splćsa tćpum 70 milljörđum í tígulega höll, musteri, gullsleginn helgidóm mennta og menningar. Verđug hýbýli afburđamanna á sviđi íslenskra frćđa og ásćttanlega umgjörđ fróđleiks­fýsna hverskonar og rannsókna.

Ţarna höfđu ţessir fimbulglópar tćkifćri á reisa glćstan minnisvarđa um íslenska arfleifđ, dyngju íslenskra dyggđa. Tákn­mynd sjálfstćđisţrár og dirfsku, eldiskví andlegra yfirburđa. Gotrauf elju og snilldar.

Í Vatnsmýri, á rústum úreltra flugbrauta, hefđi ţađ mátt rísa, borgvirki vísdóms og visku. Glóandi viti sem gnćft hefđi yfir borginni um ţúsundir ára. Sindrandi varđa á tímans myrku slóđ.

Sjáiđ ţetta fyrir ykkur. Hjarnhvítir virkis­múrarnir iđandi af sígrúskandi íslensku­frćđingum, kátum málfrćđingum, búldu­leitum og sćllegum sagnfćđingum. Hvarvetna nýjar uppgötvanir, hvívetna blómstrandi snilli. Íslandi allt.

Í kjallaranum hefđi svo mátt marmara­klćđa dulítiđ grafhýsi og hafa ţar til sýnis gestum og gangandi múmíur ţeirra Nordals, Ólsens og Laxness sem nú liggja undir skemmdum í kartöflu­geymslum Árbćjarsafns.

En nei, ţröngsýni okkar misvitru bryta er slík og ţvílík ađ ţeir kjósa heldur ađ leggja vegslóđa upp í varpstöđvar međal­mennskunnar, Grafarvog, spređa í björgunar­trillu fyrir Landhelgisgćsluna og klambra upp heilsugćslustöđ viđ Hringbraut en ađ hlúa sem skyldi ađ íslenskum frćđum.

Afhýsi á Melavelli skal duga Íslands nćsta árţúsundi.

Beinasnar.

Enter 7/9/05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA