Forystugrein – Enter
Enter

Nú eru löggumenn snaróđir yfir lélegu kaupi og bágum kjörum. Ţar áđur voru ţađ bandsturlađir leikskólakennarar. Ţađ ţykir mér miđur. Ţetta eru jú ţćr tvćr stéttir manna, auk öskukarla- og kerlinga, sem ég vil ađ líđi sem best í sínu starfi – til ađ geta sinnt ţví (og mér) af ţeirri alúđ sem ţörf krefur hverju sinni.

Verri ţykir mér ţó ţögnin hjá öđrum og óţarfari stéttum. Af hverju eru lögfrćđingalufsurnar ekki brjálađar yfir sínum kjörum? Eđa bankasnúđarnir? Nú eđa allar millistjórnendadulurnar? Og forstýringa­himpigimpin?

Mikiđ liđi mér betur ef ţađ yfirlaunađa hyski neyddist til ađ rotta sig blánefjađ saman á götuhornum til ađ heimta betri kjör. Öskuţreifandi saltvondir bankabéusar og dindilóđar dragtklćddar skilanefndaskvísur. Ţađ vćri indćlt. Ţá liđi mér eins og eitthvađ réttlćti vćri hugsanlega til í henni veröld.

En neibbs, ţađ viđist ekki ţörf á ţví. Ţví er nú miđur og verr.

Sem bendir til ađ viđkomandi ţjóđsugur séu bara nokkuđ sáttar viđ sinn hlut. Sem er eiginlega bara ansi hreint fimbulflennifokking skítt.

Lesbók frá fyrri tíđ

Hvađa rugl er ţetta međ ţessa skáta? Ađ gefa börnum hnífa, kenna ţeim ađ hnýta hengingarhnúta og kveikja bál. Klćđa ţau upp í litla einkennisbúninga í felulitunum og sćma ţau litlum "heiđursmerkjum" - búa til litla "foringja".

Og hvađ međ ţessar fáránlegu upphrópanir? PALAVÚ! - hvurn fjandann á ţađ ađ ţýđa? INGIPINGIPALA! - hver skilur svona dellu?

Svo er til fullorđiđ fólk sem hćttir ekkert ţessu bölvađa rugli. Fullorđnir karlmenn sem hittast á fundum og grenja hver framan í annan: "GING GANG GÚLLÍ - HEILASEILA - ÚMBA ÚMBA! Međ klúta um hálsinn eins og sjötugar kellingar á kvenfélagsfundi. Gera síđan dulítiđ leyniskáta­merki međ hendinni rétt á međan ţeir eru ekki ađ tálga eitthvert spýtnarusl.

Er ţetta bara allt í lagi? Er ţetta bara normal? Auđvitađ ekki! Ţetta gćti meirađsegja veriđ ţjónustufulltrúinn ţinn í bankanum.

-- -- --

Ţjónustufulltrúi: "Góđan dag - get ég ađstođađ ţig?"
Ţú: "Já, ég vildi fá ađ hćkka yfirdráttinn minn..."
Ţjónustufulltrúi: "Já - látum okkur sjá... ég get hćkkađ hann upp í 300.000.- ÚMBA ÚMBA!"
Ţú: "Eeh... já - takk fyrir."
Ţjónustufulltrúi: "PALAVÚ!"
Ţú: "Djíseskrćst."
Ţjónustufulltrúi: "INGIPINGIPALA!"

Númi Fannsker 31/1/05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA