Forystugrein – Enter
Enter

Nú eru löggumenn snaróđir yfir lélegu kaupi og bágum kjörum. Ţar áđur voru ţađ bandsturlađir leikskólakennarar. Ţađ ţykir mér miđur. Ţetta eru jú ţćr tvćr stéttir manna, auk öskukarla- og kerlinga, sem ég vil ađ líđi sem best í sínu starfi – til ađ geta sinnt ţví (og mér) af ţeirri alúđ sem ţörf krefur hverju sinni.

Verri ţykir mér ţó ţögnin hjá öđrum og óţarfari stéttum. Af hverju eru lögfrćđingalufsurnar ekki brjálađar yfir sínum kjörum? Eđa bankasnúđarnir? Nú eđa allar millistjórnendadulurnar? Og forstýringa­himpigimpin?

Mikiđ liđi mér betur ef ţađ yfirlaunađa hyski neyddist til ađ rotta sig blánefjađ saman á götuhornum til ađ heimta betri kjör. Öskuţreifandi saltvondir bankabéusar og dindilóđar dragtklćddar skilanefndaskvísur. Ţađ vćri indćlt. Ţá liđi mér eins og eitthvađ réttlćti vćri hugsanlega til í henni veröld.

En neibbs, ţađ viđist ekki ţörf á ţví. Ţví er nú miđur og verr.

Sem bendir til ađ viđkomandi ţjóđsugur séu bara nokkuđ sáttar viđ sinn hlut. Sem er eiginlega bara ansi hreint fimbulflennifokking skítt.

Lesbók frá fyrri tíđ

Nćstkomandi laugardag, á fyrsta degi Skerplu, verđur dómsdagur.

Ţetta eru ákveđin vonbrigđi, vissulega, enda margir búnir ađ skipuleggja sumarfríiđ og ráđstafa sér annađ. Ţar á međal ég.

Fáein lykilatriđi í ţessu samhengi valda mér ţó dulitlu hugarangri (fyrir utan ţađ náttúrulega ađ vera pínu stressađur yfir óumflýjanlegri eyđingu alls mannkyns, sögu ţess og menningu - en um leiđ feginn).

Í fyrsta lagi, sú nagandi óvissa ađ vita ekki nákvćmlega hvers kyns dómsdagur ţetta verđur.

Munum viđ sogast inn í ókunnugt svarthol? Mun eldi, brennisteini og annarri óáran rigna yfir jarđkringluna? Munu geimgeislar steikja allt kvikt? Munu lönd sökkva í sć, fjöll molna og höf gufa upp? Eđa verđum viđ einfaldlega étin af einhverri ekkisens útgeimsskordýraplágu? Eđa verđur ţetta einhvers konar samsull af öllu ţessu?

Í öđru lagi, hverju er um ađ kenna? Stafar ţessi tiltekni dómsdagur af ofsareiđi guđs yfir syndum mannkyns? Er komiđ ađ hinni langţráđu vorhreingerningu Móđur náttúru? Er „ţessi tími“ árţúsundsins hjá örlaganornunum? Er blessuđ jörđin okkar bara búin ađ fá nóg af ţví ađ láta vađa yfir sig á skítugum skónum? Eđa er ţetta bara tilfallandi óheppni?

Og eitt enn. Hvers vegna voru bara einhverjir fávitar látnir vita af ţessu fyrirfram?

Ţetta vćri gott ađ vita.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA