Forystugrein – Enter
Enter

Nú eru löggumenn snaróđir yfir lélegu kaupi og bágum kjörum. Ţar áđur voru ţađ bandsturlađir leikskólakennarar. Ţađ ţykir mér miđur. Ţetta eru jú ţćr tvćr stéttir manna, auk öskukarla- og kerlinga, sem ég vil ađ líđi sem best í sínu starfi – til ađ geta sinnt ţví (og mér) af ţeirri alúđ sem ţörf krefur hverju sinni.

Verri ţykir mér ţó ţögnin hjá öđrum og óţarfari stéttum. Af hverju eru lögfrćđingalufsurnar ekki brjálađar yfir sínum kjörum? Eđa bankasnúđarnir? Nú eđa allar millistjórnendadulurnar? Og forstýringa­himpigimpin?

Mikiđ liđi mér betur ef ţađ yfirlaunađa hyski neyddist til ađ rotta sig blánefjađ saman á götuhornum til ađ heimta betri kjör. Öskuţreifandi saltvondir bankabéusar og dindilóđar dragtklćddar skilanefndaskvísur. Ţađ vćri indćlt. Ţá liđi mér eins og eitthvađ réttlćti vćri hugsanlega til í henni veröld.

En neibbs, ţađ viđist ekki ţörf á ţví. Ţví er nú miđur og verr.

Sem bendir til ađ viđkomandi ţjóđsugur séu bara nokkuđ sáttar viđ sinn hlut. Sem er eiginlega bara ansi hreint fimbulflennifokking skítt.

Lesbók frá fyrri tíđ

Haldiđ ţiđ ađ ţađ eigi ekki bara ađ leggja niđur hana NFS.

Furđulegt.

Eins og ţađ var notalegt ađ setjast niđur frá morgni til kvölds og fylgjast međ fréttum og fréttaskýringum - ţar sem íslenskur veruleiki var krufinn til mergjar og mergurinn jafnharđan bútađur í grunneindir sínar - ć ofan í ć - daglangt.

Hvernig á mađur nú ađ vita hvađ er ađ gerast? Ţarf mađur virkilega ađ fara ađ lesa dagblöđin aftur? Eđa horfa á kvöldfréttir? Almáttugur.

Og hvert eiga allir lampalegnu, kinnbónuđu sjónvarpspredikararnir ađ fara? Hvađ verđur um öll jakkafötin, allar dragtirnar? Allan farđann?

Allt ţetta ţrautreynda, sérţjálfađa starfsfólk. Allur ţessi metnađur, áhugi og einbeitti vilji til ađ gera Ísland ađ helstu fréttaparadís heims. Öfundađa af flennifréttastofum útlendum, sem síhungrar í fréttamat - ţrátt fyrir ađ hafa allan heiminn undir. Ekki bara 101, Kárahnjúka og Bubba.

Er ţađ nú allt til einskis unniđ?

Eđa var kannski andskotann ekkert ađ frétta fyrir ţađ fyrsta?

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA