Forystugrein – Enter
Enter

Nú eru löggumenn snaróđir yfir lélegu kaupi og bágum kjörum. Ţar áđur voru ţađ bandsturlađir leikskólakennarar. Ţađ ţykir mér miđur. Ţetta eru jú ţćr tvćr stéttir manna, auk öskukarla- og kerlinga, sem ég vil ađ líđi sem best í sínu starfi – til ađ geta sinnt ţví (og mér) af ţeirri alúđ sem ţörf krefur hverju sinni.

Verri ţykir mér ţó ţögnin hjá öđrum og óţarfari stéttum. Af hverju eru lögfrćđingalufsurnar ekki brjálađar yfir sínum kjörum? Eđa bankasnúđarnir? Nú eđa allar millistjórnendadulurnar? Og forstýringa­himpigimpin?

Mikiđ liđi mér betur ef ţađ yfirlaunađa hyski neyddist til ađ rotta sig blánefjađ saman á götuhornum til ađ heimta betri kjör. Öskuţreifandi saltvondir bankabéusar og dindilóđar dragtklćddar skilanefndaskvísur. Ţađ vćri indćlt. Ţá liđi mér eins og eitthvađ réttlćti vćri hugsanlega til í henni veröld.

En neibbs, ţađ viđist ekki ţörf á ţví. Ţví er nú miđur og verr.

Sem bendir til ađ viđkomandi ţjóđsugur séu bara nokkuđ sáttar viđ sinn hlut. Sem er eiginlega bara ansi hreint fimbulflennifokking skítt.

Lesbók frá fyrri tíđ

Hvađ er eiginlega ađ ţessari Umferđar­stofu?

Nú er hún nýlega hćtt ađ kasta börnum fram af húsaskeggjum, en í stađinn tekur hún óharnađa ćsku landsins í eftirminnilega kennslustund í amerískum fingur­merkja­frćđum og ósmekklegum munn­söfnuđi.

Húrra fyrir ţví.

Mikiđ bíđ ég spenntur eftir nćstu herferđ, kannski verđur ţá tekiđ á einhvern sniđugan hátt á yfirkeyrslu katta og búfénađar. Eđa máski fáum viđ ađ sjá bókstaflega drep­fyndnar afleiđingar fram­úraksturs, til dćmis í grennd viđ barnaskóla — á tvöföldum hrađa međ einhverri bráđsmellinni Chaplintónlist undir.

Heyrđu? Eđa jafnvel Benny Hill stefinu!

Og fyrst minnst er á stef. Ţađ vćri aldeilis ekki úr vegi ađ dusta rykiđ af Ég held ég gangi heim, hressa ţađ ađeins viđ — ef til vill í flutningi Mínuss eđa SigurRósar, eđa bćđi. Láta svo nokkra fulla kalla keyra út í sjó međ ţađ í botni og drukkna — helst međ eins og eitt barnaafmćli í aftursćtinu. Ţađ vćri nú svei mér vel til fundiđ - og fyndiđ.

Ég vona svo sannarlega ađ ţar verđi hvergiđ sparađ til, ţví hjá Umferđarstofu er hverri krónu vel variđ.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Myglar – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA