Forystugrein – Enter
Enter

Nú eru löggumenn snaróđir yfir lélegu kaupi og bágum kjörum. Ţar áđur voru ţađ bandsturlađir leikskólakennarar. Ţađ ţykir mér miđur. Ţetta eru jú ţćr tvćr stéttir manna, auk öskukarla- og kerlinga, sem ég vil ađ líđi sem best í sínu starfi – til ađ geta sinnt ţví (og mér) af ţeirri alúđ sem ţörf krefur hverju sinni.

Verri ţykir mér ţó ţögnin hjá öđrum og óţarfari stéttum. Af hverju eru lögfrćđingalufsurnar ekki brjálađar yfir sínum kjörum? Eđa bankasnúđarnir? Nú eđa allar millistjórnendadulurnar? Og forstýringa­himpigimpin?

Mikiđ liđi mér betur ef ţađ yfirlaunađa hyski neyddist til ađ rotta sig blánefjađ saman á götuhornum til ađ heimta betri kjör. Öskuţreifandi saltvondir bankabéusar og dindilóđar dragtklćddar skilanefndaskvísur. Ţađ vćri indćlt. Ţá liđi mér eins og eitthvađ réttlćti vćri hugsanlega til í henni veröld.

En neibbs, ţađ viđist ekki ţörf á ţví. Ţví er nú miđur og verr.

Sem bendir til ađ viđkomandi ţjóđsugur séu bara nokkuđ sáttar viđ sinn hlut. Sem er eiginlega bara ansi hreint fimbulflennifokking skítt.

Lesbók frá fyrri tíđ

Stađan er ekki góđ, piltar. Viđ erum á undanhaldi.

Ţađ er varla ađ ţađ taki ţví ađ mćta í skóla - viđ erum varla hálfdrćttingar á viđ fluggáfađan stelpnaskarann, sem ekki er nóg međ ađ ríki stuttpilsađur yfir grunnskólum landsins og fylli áhugaţrunginn og athugull hvern kima menntaskólanna, heldur yfirtekur nú hverja háskóladeildina á fćtur annarri međan piltspungarnir grotna niđur og hverfa inn á viđgerđarţjónustur ýmiskonar á leiđinni.

Viđ erum ađ fitna fram úr öllu hófi og forheimskast - kćmumst varla lengur úr húsi ţó viđ vildum - sem viđ gerum ekki - enda óţarfi, ţar sem allt sem viđ ţörfnumst í lífinu rúmast innan tuttugu tommu skjás, sítengingar og ţriđju kynslóđar síma.

Viđ verđum stöđugt heimskari, latari og feitari - og ófrjóir ofan á allt annađ - hressar og heilnćmar sćđisfrumur evrópskra karlmanna ku teljandi á fingrum annarrar handar (já , ţeirrar handar).

Ef ég ćtti ađ giska ţá myndi ég halda ađ einhver vćri ađ reyna ađ losa sig viđ okkur.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA