Forystugrein – Enter
Enter

Vođalegur endemis vandrćđagangur er á ţessu Hagkaupsnafni. Nýveriđ var lagt svo á og mćlt um ađ ţađ skyldi einvörđungu notađ í eintölu - og beygđi sig ţar af leiđandi umyrđalaust undir ţágufalliđ óţjála Hagkaupi. Um leiđ var fleirtölunni Hagkaupum fleytt út í hafsauga – og enginn skyldi framar dirfast ađ kaupa sér klósettpappír, kakíbuxur og kíví í Hagkaupum.

Gott og vel.

En nú er bersýnilega búiđ ađ gleyma öllum fögrum fyrirheitum og loka óhreina i-iđ inni á einhverjum lagernum međ ótíndum rúsínum og rófum - ţví allt mögulegt er skyndilega fariđ ađ fást í Hagkaup, óbeygđu og eintöldu.

Ţessi hringlandi er hreint međ ólíkindum. Og er svosum ekki bundiđ viđ ţessa tilteknu nýlenduvöruverslun. Ég segi ţađ ţví enn og aftur; ef íslensk flennifyrirtćki geta ekki skammast til ađ sćtta sig viđ fjóreina birtingarmynd nafna sinna ţá geta ţau bara haldiđ sig annars stađar - á einfaldari málsvćđum.

Og hvađ gerist svo ef Samkaupum-Úrvali og Hagkaupi hugkvćmist ađ sameina krafta sína? Er ţá hćtta á ađ ţađ myndist málfrćđilegt svarthol sem sogar allt málkerfiđ inn í sig?

Fréttir
Enter – 28/1/15
 
Enter – 23/1/15
 
Enter – 20/1/15
 
Enter – 16/1/15
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Ein er sú tegund samferđarmanna minna sem ég ţoli hvađ minnst. Fólkiđ sem ýtir á takkann.

Hvađ gengur fullorđnu, fullfrísku fólki međ starfhćfa međvitund eiginlega til, ţegar ţađ kemur ađ gangbrautarljósum og án ţess ađ líta til hćgri né vinstri - teygir sig í takkann? Gagngert til ađ stöđva umferđina svo ţađ sjálft megi í makindum líđa á sínu bleikmettađa skýi yfir ţjakađar og hnýttar umferđarćđar borgarinnar.

Gott og vel. Ég líđ fólki ţennan munađ (ţví auđvitađ er ţetta ekkert annađ en síđkommúnískur sýndarmunađur) ef umferđ er ţung og sýnilega er borin von ađ komast á leiđarenda án ţess ađ ýta. Án ţess ađ svindla.

Ţađ er bara svo örsjaldan sem ţörfin fyrir ýtinginn er fyrir hendi. Ţetta veit ég ţví ég er oftar gangandi en akandi ţegar ósköpin dynja yfir. Ýmist er ég rétt á undan spellvirkjanum, vanalegast eftir ađ hafa beđiđ fćris andartak, litiđ til beggja hliđa og komist yfir á heiđvirđan máta. Eđa, ţađ sem mér ţykir öllu verra - á eftir helvítinu. Blóđrjóđur af skömm frammi fyrir hatursfullum bílluktum og grátandi ökumönnum.

Svei mér ţá. Hvađ munar ţessa ýtóđu óvćru um ađ hinkra eftir tveimur til ţremur bifreiđum sem annars ţurfa ađ húka bölvandi og fúlţenkjandi á rauđu ljósi - löngu eftir ađ spellvirkinn er á bak og burt. Ţó ţćr vćru tíu!

Mér hreinlega verđur flökurt ţegar ég sé viđlíka misnotkun á frelsinu. Er virkilega ekki hćgt ađ treysta ţessari ţjóđ til ađ fara af skynsemi međ jafn lítilvćgt vald og yfir nokkrum skitnum gangbrautarljósatökkum?

Sennilega ekki.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Myglar – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Gagnrýni
 
        1, 2, 3, ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA