Lesbók30.03.11 — Enter

Voðalegur endemis vandræðagangur er á þessu Hagkaupsnafni. Nýverið var lagt svo á og mælt um að það skyldi einvörðungu notað í eintölu - og beygði sig þar af leiðandi umyrðalaust undir þágufallið óþjála Hagkaupi. Um leið var fleirtölunni Hagkaupum fleytt út í hafsauga – og enginn skyldi framar dirfast að kaupa sér klósettpappír, kakíbuxur og kíví í Hagkaupum.

Gott og vel.

En nú er bersýnilega búið að gleyma öllum fögrum fyrirheitum og loka óhreina i-ið inni á einhverjum lagernum með ótíndum rúsínum og rófum - því allt mögulegt er skyndilega farið að fást í Hagkaup, óbeygðu og eintöldu.

Þessi hringlandi er hreint með ólíkindum. Og er svosum ekki bundið við þessa tilteknu nýlenduvöruverslun. Ég segi það því enn og aftur; ef íslensk flennifyrirtæki geta ekki skammast til að sætta sig við fjóreina birtingarmynd nafna sinna þá geta þau bara haldið sig annars staðar - á einfaldari málsvæðum.

Og hvað gerist svo ef Samkaupum-Úrvali og Hagkaupi hugkvæmist að sameina krafta sína? Er þá hætta á að það myndist málfræðilegt svarthol sem sogar allt málkerfið inn í sig?

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182