Lesbók03.03.11 — Enter

Tussa er orð. Meir að segja nokkuð alþjóðlegt orð.

Tussa er til að mynda raforkufyrirtæki í Noregi, eþíópískt fótboltalið og tussa þýðir hósti á portúgölsku, eftir því sem mér skilst.

Það breytir því ekki að tussa er fádæma niðrandi og gildishlaðið orð á íslensku - gott ef ekki það allra dónalegasta og rætnasta. Og eru þau þó ýmis svæsin til sem líkja fólki við kynfæri, úrgang og jafnvel saklaus dýr, oftar en ekki kvenkyns.

En hvað um það. Þessu ljóta og leiðinlega orði er oftast nær beint gegn konum. Karlar geta jú verið óttalega tussulegir, en það verður einhvern veginn ósköp bitlaust, allt að því krúttlegt. Enda vita karlmenn innst inni að þeir eru ekki og verða aldrei alvöru tussur.

En hvers vegna svíður þetta orð þá svo, eitt og sér? Það liggur ekki í orðinu sjálfu, eins og norskir raforkusalar og portúgölsk hóstaköst geta vitnað um.

Heldur miklu fremur í allri þeirri þrúgandi, andstyggilegu, mannfjandsamlegu og meiðandi merkingu sem safnast hefur á bak við þetta litla orð hér heima, í landi hinna köldu karla. Og brýst út í munnsöfnuði rökþrota, lítilla manna. Karla sem vitandi eða óafvitandi hata konur.

Því það að uppnefna konu tussu - og leggja jafnvel áherslu á mannhatrið og eigin aumingjaskap með því að skeyta kerlingar- fyrir framan. Og það að þora svo ekki einu sinni að segja það upp í opið geðið á viðkomandi.

Lægra er mér vitandi ekki hætt að leggjast.

En því miður hef ég ekkert orð, nógu sterkt, sem lýsir fyrirlitningu minni á þannig mönnum.

 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Spesi — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... 176, 177, 178 ... 180, 181, 182