Lesbók02.02.11 — Enter

Sá að einhver lúsheppinn lukkusnúður á landsbyggðinni vann 16 milljónir í samnorræna lotteríinu.

Fannst það nú ekki sérlega merkilegt. Þannig. Þið vitið, skitnar 16 milljónir, íslenskra króna. Pifff.

Fattaði svo - að það er búið að gereyðileggja í mér verðskynið. Það er gersamlega búið að rífa það úr öllu samhengi og mola það mélinu smærra.

Því 16 milljónir, íslenskra króna, eru nú bara heill helvítis hellingur. Það er alveg aleiga, ævisparnaður, arfleifð – og vel rúmlega það.

En þegar maður er í sífelldri síbylju fóðraður og staðdeyfður trekk í trekk með fréttum af veruleikafirrtu eiginhagsmunainnsogi einhverra aurapa upp á hundruði milljóna, milljarða, og tugfokkingmilljarða króna þá dofnar maður vitanlega upp – og starir bara brosstjarfur og sæluvímaður á öll fallegu núllin, sem blásin voru upp og út í eilífðina úr sápukúluvélum góðærisins.

Sem er kannski jafn gott. Því þá finnur maður ekki eins fyrir því þegar litlu krúttlegu og vitaverðlausu þúsundkallarnir eru plokkaðir af manni, einn af öðrum.

En hvað um það, til lukku með milljónirnar 16.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182