Dagbók – Enter
Enter

Bara svo ţađ sé á hreinu.

Skítt međ ljósmóđur, sóley og kćrleika.

Gleđikona er fegursta orđ íslenskrar tungu.

Lesbók frá fyrri tíđ

Alveg á ţađ ađdáun okkar dauđlegra skilda, fólkiđ sem vaknar til ađ rífast.

Fólkiđ sem situr í sjónvörpunum okkar á sunnudagsmorgnum; úfhćrt, floteygt og skjálffćtt eftir veiđar og vínheimtu nćturinnar. Alltaf skal ţađ mćta til leiks, viku eftir viku. Rađar sér umhverfis geispandi og stíruhlađna ţáttaherra. Lagar til herklćđi nćturinnar; reykmetta jakkabođanga, bleikbitna flibba og íklipnar dragtir. Penslar yfir glćrustu líkamsleifarnar - og byrjar.

Ađ rífast.

Svo er rifist fram eftir degi - um heima og geima. Hćgri og vinstri. Út og suđur. Norđur og niđur. Hvađ hverjum finnst um hvađ, hversvegna - og hvort réttlćtanlegt sé ađ einhverjum finnist eitthvađ um ţađ.

Sumir mćta alltaf, jafnvel á margar stöđvar á dag til ţess eins ađ rífast dálítiđ og fá frítt kaffi. Ţađ virđist skipta ţá litlu hvađ veriđ er ađ rćđa, ţeir segja jú ávallt ţađ sama og gaman er ađ sjá hvernig vélrćn, allt ađ ţví prestleg, endurtekningin rennur upp úr ţeim leiknustu líkt og ţeir séu ađ segja sum orđ, jafnvel heilu setningarnar, í fyrsta skipti.

Ađ fólk skuli nenna ţessu. Ţađ ţykir mér lofsvert. Nćstum merkilegt.

Og stundum, međan ég smjörset ristađa brauđiđ, dreypi á nýmöluđu kaffinu og horfi á fólkiđ ćpa hvert á annađ - ţá ímynda ég mér hvernig ţađ er ađ sitja úti í bć á sunnudagsmorgni, glernćpu­hvínandi ţunnur í flóđlýstum sjónvarpssal ásamt nokkrum koffínkeyrđum andremmusjúklingum og rífast um ríkisstjórnina. Eđa Evrópusambandiđ. Eđa list.

Ég vorkenni ţeim međan ég klára kaffiđ. Svo slekk ég.

Enter 9/1/05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Spesi – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Myglar – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
        1, 2, 3, 4 ... 45, 46, 47  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA