Lesbók28.09.10 — Enter

Nú engist þingheimur um með magaherping og samviskusperrur vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um það hvort draga eigi hin fjögur fræknu með glóandi töngum fyrir Landsdóm.

Vesalings, aumingjans fólkið. Þetta er bara það alerfiðasta sem það hefur lent í. Á allri litlu þingævinni sinni.

En hvað er svona voða-, óskap- og ægilega erfitt?

Nú veður fólk umhugsunarlaust í mál við fólk ef það uppgötvar sprungu í hlandskál í nýkeyptu húsi. Það kærir sífrandi hunda, ælandi unglinga, lekandi húsþök, hávaðasöm bólbrögð og stefnubreyttar einstefnugötur. Algerlega hik-, og hikstalaust.

En svo þegar á að senda ofdekruðu dúllubossana sem sváfu á sínum grænustu eyrum við stjórvölin meðan allt fór hér í fljúgandi flennifokk – þá er það ógurlega erfitt?!

Truntist bara til að hætta þessu væli, hysjið upp um hvert annað brækurnar og sendið þessa óforbetranlegu óþekktarorma beinustu leið til skólastjórans.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182