Forystugrein – Enter
Enter

Nú engist ţingheimur um međ magaherping og samviskusperrur vegna fyrirhugađrar atkvćđagreiđslu um ţađ hvort draga eigi hin fjögur frćknu međ glóandi töngum fyrir Landsdóm.

Vesalings, aumingjans fólkiđ. Ţetta er bara ţađ alerfiđasta sem ţađ hefur lent í. Á allri litlu ţingćvinni sinni.

En hvađ er svona vođa-, óskap- og ćgilega erfitt?

Nú veđur fólk umhugsunarlaust í mál viđ fólk ef ţađ uppgötvar sprungu í hlandskál í nýkeyptu húsi. Ţađ kćrir sífrandi hunda, ćlandi unglinga, lekandi húsţök, hávađasöm bólbrögđ og stefnubreyttar einstefnugötur. Algerlega hik-, og hikstalaust.

En svo ţegar á ađ senda ofdekruđu dúllubossana sem sváfu á sínum grćnustu eyrum viđ stjórvölin međan allt fór hér í fljúgandi flennifokk – ţá er ţađ ógurlega erfitt?!

Truntist bara til ađ hćtta ţessu vćli, hysjiđ upp um hvert annađ brćkurnar og sendiđ ţessa óforbetranlegu óţekktarorma beinustu leiđ til skólastjórans.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Úff. Margt misjafnt og misheppnađ hefur Ríkissjónvarpiđ framleitt á tćplega 40 árum. Skiljanlega. Eđlilega - menn gera sosum mistök. En oft taka menn miđ af fyrri mistökum og lćra jafnvel af ţeim. Greinilega ekki alltaf ţó.

Nú er búiđ ađ endurvekja Dagsljós sem var í sjónvarpinu fyrir um áratug eđa svo undir nafninu Kastljós. Kastljós! Eina helvítis ferđina enn. Geta menn ekki einu sinni látiđ sér detta í hug nafn á ţáttinn? Ég man eftir Kastljósi í gamla daga - man hrollinn sem fór um mann ţegar kastljósslagiđ tók ađ glymja í sjónvarpinu. Ţetta er reyndar ein af mínum fyrstu minningum, ţessi ömurlegi ţáttur. Síđan ţá hefur ţátturinn breyst frá ţví ađ vera brakandi ţurr pallborđsumrćđuţáttur í ţetta fjandans ofpródúserađa skrímsli sem ryđst inn í stofuna hjá manni á hverjum degi.

Öllum gömlu mistökum Ríkissjónvarpsins hefur veriđ safnađ í sömu súpuna - vandlega kryddađa af Agli Eđvars sem virđist hafa slegiđ öll sín fyrri met í gersamlega brjáluđum sviđsmyndum ţar sem öllu ćgir saman svo sjálft efni ţáttarins fer algerlega framhjá manni.

Ţarna eru leifar gamalla Kastljóssa, Dagsljós, Kolkrabbi, Himinn og jörđ og hvađ ţetta heitir allt saman, ţessir fersku, nýstárlegu dćgurmálasjónvarpsţćttir - fyrir alla fjölskylduna. Viđ allra hćfi. Allra. Í gćr var t.d. langt, myndskreytt viđtal viđ konu sem upplifđi hörmulegt ofbeldi og níđingsskap árum saman sem barn. Ţetta viđtal var klukkan átta í dćgurmálaţćtti ţar sem allir finna eitthvađ viđ sitt hćfi. Jeremías. Ţađ er stađur og stund fyrir svona umrćđu - Kastljós er hvorugt.

Öllu ţessu stýrir svo dálítill Ţórhallur, sem er eins og James Bond á valíum - en enginn Logi ţví hann stakk af til Stöđvar tvö. Yfirgaf sökkvandi skip ţegar hann sá í hvađ stefndi. Klár strákur hann Logi.

Úff.

Númi Fannsker 12.10.05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA