Lesbók04.03.10 — Spesi

Ég er ekki mikiđ gefinn fyrir tilfinninga­semi. Ef til vill er ég einfaldlega svona gamall í hettunni. Hvernig sem ţađ nú snýr á ég lítiđ sameigin­legt međ fólki sem gengur um síkjökrandi og berar einkalíf sitt fyrir öllum ţeim sem heyra vilja - og hinum líka. Nú eđa hinum sem flissa sífellt ađ öllu og engu og litla stjórn hafa á kátínu sinni. Sjálfur kýs ég ađ halda mínum tilfinningum fyrir sjálfan mig. Í versta falli deila ţeim međ hamstrinum mínum. Engu ađ síđur lét ég í gćr tilleiđast ađ sjá nýjasta afsprengi krútt­kvimynda­gerđar­mannsins Dags Kára, Hjartađ góđa. Í raun eingöngu af ţví ég fékk frímiđa.

Kvikmyndin segir nokkuđ sígilda sögu tveggja ólíkra karlmanna sem kynnast fyrir hendingu og lćra sitthvađ gagnlegt hvor af öđrum. Sagan gerist ađ mestu leyti á krá í eigu annarrar ađal­persónunnar og er ţađ mikill kostur, enda alltaf gaman á kránni. Ţó hún sé bara í bíó. Ađ sjálfsögđu kemur einnig viđ sögu kvensnift sem ryđst inn í ţetta síđasta vígi karl­mennskunnar og veđur um eins og fíll í postulíns­verslun svo óstöđugan mćtti ćra. Sveiattan. Ţrátt fyrir ţađ má hafa töluvert gaman af sögunni og sér í lagi meinlegum athugasemdum kráar­eigandans geđstirđa sem stórleikarinn Brian Cox leikur međ stakri prýđi. Mikiđ hlýtur ađ vera gaman međ honum á kránni.

Ég neyđist til ađ viđurkenna ađ ţegar nokkuđ var liđiđ á myndina var ég orđinn svo hugfanginn af framvindunni ađ ég gleymdi bćđi stađ og stund. Ţegar ljósin voru svo kveikt ađ sýningu lokinni áttađi ég mig á ţví ađ ég hafđi óafvitandi brotiđ eina af mínum helgustu reglum. Sýnt tilfinningar. Ítrekađ. Eftir ađ hafa undiđ vasaklútinn minn flýtti ég mér skömmustu­legur heim og lofađi sjálfum mér ađ ţessi mistök skyldu aldrei endurtekin.

Bölvađur sértu, Dagur Kári, ađ leyfa ekki gömlum manni ađ halda reisn sinni á almannafćri. Ţetta skal ég muna ţér.

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182