Lesbók10.02.10 — Enter

Hvernig er það eiginlega, af hverju fá ekki fleiri að vera forstjórar?

Úr því að þessum blessuðu fyrirtækjum er svona mikið í mun að kasta peningum okkar út um nálæga glugga.

Það er gersamlega óþolandi að einhverjir gírugir gróðapungar séu að moka til sín tugmilljónum á ári, fyrir að máta jakkaföt og ónanera yfir haganlega samsettum exelskjölum.

Er ekki hæfilegt að skipta um arðræningja á mánaðarfresti?

Hver pamfíll fær að forstjórast og fínimannast í mánuð og labbar svo út með 5 millur. Nei, verum raunhæf – segjum 10 millur. Hann ætti ekki að geta gert varanlegan skaða á því tímabili.

Forstjórana mætti velja handahófskennt úr þjóðskrá. Byrja t.d. á einstæðum mæðrum.

20 fyrirtæki gætu með þessu fyrirkomulagi bjargað 240 fjölskyldum á hverju ári.

---

Svo mætti hjóla í framkvæmdastjórana. Þeir eru jú töluvert fleiri – og þurfa í mesta lagi viku hver.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182